Morgunblaðið - 19.10.2008, Side 52

Morgunblaðið - 19.10.2008, Side 52
52 Menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Váfugl er söguleg skáldsaga um framtíð þjóðar. Sagan hefst í Brüssel, berst til Íslands, Kaupmannahafnar, Berlínar og endar í Rómaborg. Inn í fléttast stórviðburðir Íslandssögunnar í bland við evrópskt sögusvið um átök og völd. Mögnuð saga um stærsta álita- efni okkar samtíma; afstöðu þjóðar til Evrópu. VÁFUGL Allt sem gerst hefur, getur gerst og allt sem getur gerst, gerist – í tímans eilífu elfu. Bókaútgáfan Vöxtur — www.vafugl.is Söguleg skáldsaga um framtíð þjóðar eftir Hall Hallsson Hr ing br ot Aðeins tvær sýningar eftir Sun. 19. okt. kl. 14 Sun. 26. okt. kl. 13 “Þetta er einfaldlega frábær sýning fyrir alla fjölskylduna” VÞ, Fréttablaðið Ekki missa af Gosa Sett upp í samstarfi við Miðasala er í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is Síð us tu sý nin ga r Margt er ágætlega gert á nýjustu afurð Geirfuglanna sem flokka má sem hina frambærilegustu popp- plötu. „Árni Bergmann“ hefur þann alþýðlega hljóm sem ein- kennir fyrri verk hljómsveit- arinnar, er poppaðri en forver- arnir og rennur ljúflega í gegn. Hins vegar er skífan óspennandi til lengdar og nokkuð löng. Spilverk þjóðanna og Manna- korn lögðu þann veg sem Geir- fuglar rölta eftir og stíllinn er skemmtilegur, oft á tíðum má jafnvel segja hann frumlegan; kryddaður suðrænum keim og stundum skemmtilega úr takti við tíðarandann. Útsetningar laganna eru metnaðarfullar og hljóðfæra- leikur sem og val á hljóðfærum til fyrirmyndar en lögin eru hins veg- ar upp og ofan. Freyr Eyjólfsson og Halldór Gylfason skipta með sér að leiða sönginn. Báðir eru þeir frambærilegir söngvarar en fyrir mína parta kann ég betur að meta söngstíl Freys en auk þess verð ég að viðurkenna að lögin sem hann syngur höfða meira til mín. Textarnir eru flestir alveg ágætir, harmþrungnar en skemmtilegar lýsingar á mannlíf- inu og hversdagsleika þess. Í raun eru þeir þess eðlis að hægt er að veita Geirfuglunum stimpilinn gáfumannapopp. Þó svo að platan líði fyrir ákveðinn flatneskju eru nokkur lög alveg þess verð að minnst á; lagið „Hraðar!“ er gott dæmi um úrvals popp úr hreiðri Geir- fuglanna og „Ekki segja nei“ er fallegur ástarsálmur, fullur af trega og von. „Þorir þú?“ hefur nettan og groddalegan blæ sem brýtur plötuna eilítið upp. Nýr textasmiður skýtur einnig upp kollinum á skífunni en útvarps- maðurinn góðkunni Guðni Már Henningsson á góðan texta við lag Freys Eyjólfssonar en „Allt sem við áttum“ er mexíkóskur óður í anda Calexico og Magnúsar Ei- ríkssonar. Besta lagið er þó án nokkurs vafa „Ekkert mál“. Það er gott að fá Geirfuglana aftur á kreik og þó að þessi skífa sé ekki þeirra besta þá mun hún gleðja þá sem hafa áður komist í kynni við þennan útdauða fugl. Ekki er hægt að skrifa um þessa plötu án þess að minnast á um- slagið en það er kapítuli útaf fyrir sig. Meistaralega gert tilbrigði við kápu bókarinnar Geirfuglarnir eft- ir Árna Bergmann sem þeir þakka svo blítt fyrir nafnið. Geirfuglinn fer á stjá Jóhann Ágúst Jóhannsson TÓNLIST Geisladiskur Geirfuglarnir – Árni Bergmann bbbnn ÞAÐ er aðeins meira „bít“ í Em- ilíönu Torrini núna en þegar hún lét síðast í sér heyra – og hún er líka meira „kúl.“ Fisherman’s Woman var vissulega frábær plata með rjúkandi kaffibolla meðan regnið lamdi gluggana, en hún var líklega ekki best ef ætlunin var að tefla djarft eða koma á óvart. Me and Armini er það ekki heldur, en hún er þó fjöl- breyttari og sturlaðri – kannski betri. Titillagið er t.d. óvæntur en bráð- skemmtilegur reggí-grúvari, þar á eftir kemur ballaðan hugljúfa „Birds“ sem ákveður um mitt lag að flýja inn í einhverja stórfurðulega psýkadelíuveröld, „Gun“ er seig, svöl og ógnvekjandi epík af manni sem myrðir friðil konu sinnar, „Heard it All Before“ byrjar sem einhverskonar sálarpopp en bregður brátt undir sig indírokkfætinum, „Beggar’s Prayer“ er gullfallegur og þjóðlagaskotinn sálmur og „Dead Duck“ er furðulegt rafrokk í balkan- skri takttegund sem verður á end- anum að rammhefðbundnu en - ósungnu þjóðlagapoppi með skvettu af hávaða. Hljómar kannski sundurleitt svona á pappír, en hér er límið sterkt. Fyrst má nefna söngrödd Emilíönu sem er með ólíkindum vinaleg og hlýleg og stundum dúllu- leg eða barnaleg – ég nefni t.d. „dúdúrú“ í „Big Jumps“ og trommu- hljóðlíkingarnar í „Jungle Drum.“ Þá er hljómurinn sem upptökustjór- inn og aðstoðarlagasmiðurinn Dan Carey skapar alveg ótrúlega vel heppnaður og svalur, ýmis smáatriði í hljóðmyndinni verða að óvæntum krækjum, t.d. brjálæðislegir hljóð- gervlar í „Jungle Drum“ og smellir og andardrættir í „Gun.“ Trommu- hljómur er mjög náttúrulegur og óravegu frá þeim ofurpródúseraða hljómi sem er því miður lenska í léttri popptónlist af þessu tagi. Af þessu tagi, segi ég, og á þá við einhvers konar „léttbylgju“ eða „adult-contemporary.“ Vissulega læðist stundum að manni sá grunur að Me and Armini – í allri sinni hljómfegurð og áreynsluleysi – sé of auðveld, of þægileg, en við nánari skoðun er engin ástæða til að smætta plötuna í kaffihúsatónlist. Hér er nóg af frábærum laglínum, áhugaverðum hljóðpælingum og sér- stæðum lagabyggingum til að kveikja athygli manns. Geirinn sem Emilíana hefur valið sér er fullur af auðgleymanlegum skífum, en hún og Armini bera höfuð og herðar yfir þær. Þau hafa skapað sannkallað listaverk, og það er verðmætara en öll hlutabréf. Emilíana „Sannkallað listaverk,“ segir í dómnum um Me and Armini. Sannkallað listaverk Atli Bollason TÓNLIST Geisladiskur Emilíana Torrini – Me and Arminibbbbn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.