Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1926, Page 7

Skinfaxi - 01.07.1926, Page 7
SKINFAXI 55 hvorki að fæða sig né klæða. Hér eru notuð ógrynnin öll af erlendum tollvörum, bæði dýrum og óhollum. Héðan úr höfuðstaðnum hefir þjóðin fyrirmynd um klæðaljurð, liér ganga stúlkur i „hýalínssokkum“, svo þunnum, að skín i fæturna. Forðum þótti það illa sama að ganga hálfnakinn, en nú er það talið „fínt“. Raun- ar vefja konur þessar lieljarmiklum loðfeldum um háks og höfuð. Ætla mætti að efri hluti kvennanna þyrfti að dvelja norður á pól, en fætur þeirra suður á ítaliu. íslenska þjóðin eyðir ógrynni fjár fyrir erlenda klæða- vöru, en ullin hennar er seld úr landi óunnin og verð- laus að kalla. pó ganga hér stórir hópar af fólki atvinnu- lausir og eiga varla til næsta máls. Eirðarleysi. og ánægjuskortur er meðal lökustu galla þjóðarinnar. pað hefir verið sagt um Reykjavík, að Iiana skorti ekkert meir en ást á sjálfri sér, og er nolckuð iiæft í þessu. Flestir tala illa um borgina, og fáir minn- ast á, að gott sé að eiga þar heima. Altaf heyrist endalaust nöldur um dýrtíð og óvissa atvinnu. pað er talað um að Reykjavik sé illa bygð og margt þykir henni illa sæma. Auðvitað er þetta rétt, en hrakspár og ótrú virðist líklegri til að magna ólán borgarinnar en liæta úr göllum liennar, enda gildir ekki þetta um Reykjavík eina, ótrú og ánægjuskortur læð- ast eins og feigðarsvipir um land alt. Sá, sem þetta ritar, hefir ferðast um flest héruð landsins, hann Iiefir spurt Pétur og Pál meðal annars um ástæður ungmennafé- laga þar í sveit. Svörin eru mjög viða á þessa leið: „Hér er ilt að vinna fyrir félagsmál eins og raunar margt fleira“, svo eru taldir ýmsir annmarkar, sem hindra framkvæmdir. Alloft eru menn sannfærðir um að hvergi sé ástandið verra en hjá sér, og síst hafa þeir trú á að þetta batni, enda er það gildandi lögmál, að þeir sem eru óánægðir og hafa vantrú á því, sem þeir búa við, gera lítið til að bæta það. Eitt ráð er tekið, það er flóttinn. Flestir, sem geta hreyft sig, liverfa á braut,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.