Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1926, Page 8

Skinfaxi - 01.07.1926, Page 8
SKINFAXI 56 eitthvað, bara eitthvað, út í óvissuna, frá vérkum feðra sinna og frœnda, án þess að gera sér nokkra verulega grein fyrir livert stefnir. Auðvitað eru margar góðar undantekningar frá þessu, en ferðaflökt og eirðarleysi fólksins sannar þetta. Sveitum landsins er að blæða út, það vila allir. þeir cru alt of fáir, sem lifa eftir þessari kenningu, að láta tvö sírá vaxa þar, sem áður greri eitt. peir eru alt of margir, sem kjósa alt annað frekar en vinna hin göfugustu verk, sem hægt er að fá í þessu þjóðfélagi, það, að rækta landið. þeir eru ótrúlega margir, sem vilja gera alt annað frekar en rækta jafnvel kostajarðir landsins, þó að þær hafi fætt þá og fóslrað, þó að þeir hafi tekið þær í arf eftir frændur sína. En sannarlega væri það hróplegt rang- læti, að kasta allri skuldinni á þá, sem nú eiga að erfa auð og menning þjóðarinnar, — æskulýðinn, sem nú er að vaxa og verða fulltiða, — það liafa aðrir húið i hendur þess fólks. Hvar eru þjóðminjar, — minningar um landsins bestu menn og merkustu viðburði? Hvar er veltufé þjóðarinnar, mentastofnunin, þægindi o. fl. af því, sem nútíðin krefst? Heita má, að alt þetta bafi verið togað út á malargrjótið, og þar er það oft illa og óþjóðlega notað. Margir hafa þar lítil skilyrði til að nota það, og margir njóta þess sinnulítið og í óhófi. En unga fólkið fer á eftir þjóðararfinum; það berst með straumnum, án þess að vita hvert það fer eða hvað það sækir. þetta verður þó tilfinnanlegast, þegar þess er gætt, að flestum er svo varið, að þeim finst þeir standa á lielgum stað, þegar svo ber við, að þeir hafa tækifæri til að líta yfir æskuheimili sitt og átthaga. Hvað vantar þjóðina til þess að geta notið þess, sem er henni hollast og helgast? Hana vantar áreiðanlega lýðmentun og þjóðrækni. Dalabarnið sækist eftir að lifa á ströndinni, af því að það þekkir ekki ströndina, og þegar það kynnist kaupstöðunum, finst því þeir lik- astir moðbaug; það verður að leita í moðinu, en það

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.