Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 9
SKINFAXI :57 ✓ er erfitt að þekkja lifandi fræ frá rotnuðum plöntum, og þó að það finni kjarnfræin, þá iánast því illa að láta þau gróa í sínum akri. Er þá oft tekið það óliapparáð ,að hrifsa alt, sem næst, bæði fúið og grænt, og smekk- vísin hverfur, scm ætti að finna muninn. Ekki fer betur fyrir þeim, sem vantar þjóðlegan þroska, þegar hann kemur í stórbæi og l^orgir. ]?ar ér svo margt, sem glepur, að slíkum mönnum verður erfitt að festa liugann á glöggum og nothæfum fyrir- myndum. Stórborgum hefir verið likt við frumskóg. Stórvaxin tré gnæfa liátt yfir nágrennið, en vafnings- viður fléttast utan um þau á alla vegu. Hann er öf þróttlaus til þess að standa sjálfstæður. En í forsæl- unni á grnndvelli skógarins er sjaldan kjarngróður að finna, þar er loftið hráslagalegt og fult óheilinda, í þeim dragsiig hefir margur íslenskur kvistur farist. pað er liöfuðskylda ungmennafélaga að vinna á móti öfugstreymi aldarfarsins. pað er markmið þeirra, að islensk alþýða verði mentuð og þjóðrækin. pau hafa unnið að þessu eftir mætti, en betur má ef duga skal, þvi að víða er við ramman reip að draga. pau verða að vera samtaka við önnur menningarfélög landsins, sem starfa að alþjóðarheill, svo sem iþróttafélög, bind- indisfélög, iðnfclög o. fl. sambönd. En mest ríður þó á, að ungmennafélög samræmi betur störf sin en þau hafa gert, og beini þeim ákveðnara að föstu marki. En til þess þurfa þau að hafa aðstoð einhverrar fjöl- mennrar stéttar; verður kennarastéttin þar sjálfkjörin. pað er hún, sem vinnur að uppeldi og lýðmentun. Kennarar landsins ættu sem allra víðast að vera for- ingjar ungmennafélaga; þeir eru til þess kjörnir, vegnit mentunar sinnar og atvinnu, en þó einkum vegna ás.t- ar þeirrar, sem hver góður kennari hlýtur að fá á nemendum sínum. Kennurum ætti að vera það ánægja ög metnaður að vinna að framhaldsnámi með nemend- um sínum, og varla getur betra færi á þvi annarstaðar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.