Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1926, Page 42

Skinfaxi - 01.07.1926, Page 42
90 SKINFAXI seítla, sem líður hægt og hljóðlaust ofan í dimmsvart gljúfrið, þögult og þungbúið. Langspilið er brotið, aflið er fjötrað. Áin er leidd eftir jarðgöngum, sem eru sprengd út í fjallshlíðina og eru þau 4,3 km. á lengd og 27 m2 í þvermál. Göngin enda í stórri skál, sem er 1000 m2 og 15 m. á dýpt. Frá þessari skál liggja mörg stór rör niður að aflstöðinni. Aflstöðvarhúsið er 150 m. á lengd. parna eru 150 þúsund hestöfl að verki og framleiða þau nálægt 1 Vo, milj. tunnur af saltpétri yfir árið, 4000 tunnur á dag. Rjúkan er látinn vinna dag og nótt, en verkafólkið hefir 8 klst. vinnutima. Bærinn Rjúkan hefir mest vaxið síðan 1905 og eru þar nú um 9000 ibúar, þar af vinna 1600 menn við „Norsk Hydro“. Bærinn er snyrtilegur. Við húsin eru dálitlir l)lómgarðar, sem fólk hlúir vel að í tómstundum sín- um. Eins og vænta má, er rafmagn notað svo frekt, sem unt er, og gerir það heimilin vistlegri og betri. Á vetr- um er Rjúkan sagður sannarlegur undrabær, þá er eins og fjölstirndur himinn hafi hrapað ofan yfir dalinn, svo er ljósadýrðin mikil. í bænum eru starfandi íþróttafé- lög og ungmennafél. og gengust þau fyrir glímusýn- ingunni þar. Árla dags 17. júní kvöddum við Rjúkanbygðina, trölladalinn, þar sem risahendur starfa ötullega, stjórn- að af djúpvisku og framtaksþrá. Hér hefir mannsand- inn unnið stóra sigra og séð drauma rætast. En þessi raunveruleiki liefir kostað of fjár, slit og strit, sveita og sár og mörg mannslíf. Slíkt heimta oft stórir sigrar. Fórum vér nú með lestinni sömu leið og vér kom- um, alla leið til Skien. Voru þar komnir til móts við oss Jón og Viggó. Var Jón heill heilsu, en Viggó átti erfitt með að leyna heltinni, þó hjó eflaust sú skapgerð í honum, að „eigi skal haltur ganga, meðan háðir fætur eru jafnlangir.“ í Skien fengum vér hinar bestu viðtökur, var það

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.