Skinfaxi - 01.04.1933, Blaðsíða 4
4
SKINFAXI
Vcrmenn V.
Jóhannes úr Kötlum.
Jóhannes úr Kötlum er fluttur til borgarinnar. Það
kemur fáum Islendingum ókunnuglega fyrir að heyra
nafn lians. Hann er fyrir alllöngu þekktur landshorn-
anna milli fyrir kvæði sín og rithöfundarstörf. Ljóða-
bækur þrjár hefir hann gefið út:
„Bí, bí og l)laka“ 1926,
„Álftirnar kvaka“ 1929,
„Eg læt sem eg sofi“ 1932,
rétt fyrir jólin. Kom þá cinnig út eftir bann smákver
„Jólin koma“, barnaljóð um jólasveina, jólaköttinn o.
fl., myndum prýtt eftir Tr. Magnússon.
Vafalaust hafa verið skiptar skoðanir um fyrstu bók
Jóhannesar, eins og gengur um nýgræðinga. En varla
liefir skynbærum mönnum dulizt, að ungi maðurinn,
er sendi frá sér „Bi, bí og blaka“, var smekkvis, tilfinn-
ingaheitur og hugsandi böfundur. Hann var sveila-
barnið, sem kyssti blómin og blessaði sveitina sina bátt
og í liljóði. Hann var ástagjarni unglingurinn, sem elsk-
aði allt fagurt, gott og göfugt, fallega stúlku handsmáa
og fótnelta, sólskinið og guð á liæðum. En hann var
einnig knéfallandi aðdáandi íslenzkrar tungu, og i blóð
borinn liæfileikinn til þess að láta „víxlubrand lieilags
anda gjalla við í vísnaföllum,“ eins og hann segir
sjálfur.
Það er hagmælskan, sem færir líf í fábreytt orðin og
fábreytt viðfangsefnin. Og svo tekur hann sér fyrir
hendur að yrkja háttalykil og kveður undir 52 bragar-
báttum, dýrum og snjöllum, sem fáir munu eftir leika.
Fyrir þetta, meðal annars, viðurkenndu margir til-
verurétt Jóhannesar sem skálds, en vonuðust þó eftir