Skinfaxi - 01.04.1933, Blaðsíða 8
8
SKINFAXI
húu berst í dag, eins og hún þjáist og þráir i dag, á
borgargötunni eða á grænni jörðunni, þar sem guð er
nærri. —
„Fyrsti maí“ er kraftmikið kvæði og glæsilegl, þar
sem samlíking er dregin fram um vorleysinguna i
náttúrunni og uppreisnaranda liinna undirokuðu,
þeirra sem hata, af því að þeir eru menn, sem berjast
við myrkraklær skilningsleysisins. Þessir menn heimta
uppreisn og vilja fórna öllu, til þess að ná glæstum
sigri frjálsborins anda.
------ -—- „Því fórnin er viðkvæði vorsins,
— það vekur og kann ekki að lilífa,
og sízt af öllu sér sjálfu.“
Kg set liér part úr tveimur vísum, sem sýnir skarp-
lega samlíkingu í kvæðinu.
Þá syngur i sefi og runni
þá seytlar um hlaðvarpa og stélt
sú eina allslierjarkrafa,
að óskirnar hljóti sinn rétt.
Hitt snýr að fólkinu:
Nú titrar í hnúum og hnefum,
nú lirærist í kúgaðri stétt
liin eina allsherjarkrafa,
að alþýðan liljóti sinn rétt.
„Sonur götunnar“ er eitthvert snjallasta kvæði bók-
arinnar. Það er um drenginn, sem á „engan föður og
enga móður og engan guð eða jól.“
Kvæðið nístir og sker. Myndir þess eru magnaðar
þeim undrakrafti, að veruleikinn sjálfur minnir mann
ekki betur i svip á allt það átakanlega, sem kemur í
ljós við það, að sjá og vita barn verða úti, andlega og
likamlega, mitt á meðal allra þessara góðu manna, sem
þyrpast saman.