Skinfaxi - 01.04.1933, Blaðsíða 7
SIÍINFAXI
7
dalbúinn, seni býst ekki við neinuin gauragangi af
meinlausum og glaðlátum læknum. Hann leggur bók-
ina frá sér öðru hvoru, til þess að átta sig.
Það er skemmst af að segja, að bókin markar tíma-
mót í sögu höf. Hann er logandi af áhuga, deilir harð-
lega á menn og málefni, leggur margt til dægurmál-
anna, hefir skyggnzt inn á ný svið og — flutzt til
borgarinnar.
Kvæði þessi lcita drjúgum á þann, sem byrjaðúr er
að lesa þau. Það er þessi undra hagleikur, scm gerir
svo að segja hverja ljóðlinu áfenga, og lesandinn teyg-
ar af nautn hvert kvæðið eftir annað.
Inngangskvæði hókarinnar lieitir: Eg læt sem eg sofi,
og kemur þar glöggt fram stefnubreyting skáldsins.
Þar segir meðal annars:
Á bak við sálmasönginn
í'er sultarskjálfti um þjóð.
-—- Og gas og guðsafneitun,
og gaddavír og blóð
nú steypist inn um strompinn
og streymir út — sem ljóð.
Eg get ei gert að þessu,
— það guð má vita og sjá.
Eg stofnaði ekki stríðið,
né stigamennsku þá,
er myrti í kreppukvölum
þann Krist, sem trúði eg á.
Mín öld er full af falsi,
— hún fellir suma i mót,
og liamrar ])á og hnoðar
unz hjartað verður grjót.
Þetta er uppliaf, en við þennan tón kveður víða i
bókinni. Hann dregur upp myndir af þjóðinni eins og