Skinfaxi - 01.04.1933, Blaðsíða 62
62
SKINFAXI
uð segja, hvernig endirinn yrði. Eg vissi, að Halldór
var ágælnr stjórnari, enda liefi eg aldrei séð belri
stjórn á báti en í þetta skipti.
Tíminn leið, en okkur sóttist ferðin seint yfir fjörð-
inn. Veðrið harðnaði og sjávargangurinn óx. Oldurn-
ar skullu á bátnum og þvoðu yfir hann livað eftir
annað.
Þegar farnir voru tveir þriðju leiðarinnar, breytti
Halldór allt í einu stefnunni. Báturinn hentist áfram.
Nú var undanhald og bárurnar brotnuðu nú aftan á
bátnum.
Það var eins og einhverjum þunga væri létt af mér.
Nú var aðalhættan liðin lijá og nú nálguðumst við
óðfluga lendinguna í Hvammi. Og hún var liin örugg-
asta í þessari veðurstöðu.
En þó að óttinn við hættuna rénaði hjá mér, var
eins og einhver geigur ásækti mig i sambandi við þau
Ilalldór og Brynhildi. Það var auðséð, að Halldóri
liafði runnið í skap við orð hennar áður en við lögð-
um af slað. Og hvort þau jöfnuðu það sín á milli, er
ekki gott að segja. Eg þekkti liana ekkerl. En eftir
svip hennar bjóst eg við, að hún væri nokkuð skap-
mikil. Og afskiptaleysi Halldórs af henni á leiðinni
spáði engu góðu. Eg þekkti Halldór svo vel, að eg
vissi, að liann mundi ekki hafa fyrirgcfið öðrum þau
orð. Hvað sem nú yrði, þegar ástmcy lians átli í hlut.
Báturinn renndi upp í vörina og við stukkum nið-
ur lil þess að styðja liann. Eg var að voria, að Ilalldór
hjálpaði Brynhildi niður úr hátnum og í land. En
Iiann lét það vera. Eg hjálpaði henni þvi i land. Hún
var föl i andliti og var auðséð, að henni var kalt. Hún
leit skelfdum augum til Halldórs, um leið og eg studdi
hana upn úr l'læðarmálinu. En liann stóð við hlið
bátsins og virtist ekkert taka eftir lienni. Svo settum
við bálinn og gengum frá honum. Á meðan stóð Bryn-
hildur fyrir ofan naustið og beið okkar.