Skinfaxi - 01.04.1933, Blaðsíða 70
70
SKINFAXI
nauðsynjar sínar, án þess að liafa nokkuð fyrir. Heið-
arlegir menn liafa andstyggð á slíku.
Og tæplega verður mikið gert í 'pví „Sovét“-ríki, þar
sem þegnarnir taka alltaf á móti, en veita ekkert. Auð-
vitað er það ekki hugsjón neins sanns „Sovét“-sinna.
En verst er, ef þeim vildi sú siysni til, að villa á sér
lieimildir i byltingarróðrinum!
Það gætu nokkrir orðið hungurmorða i þvi ríki, þar
sem þegnarnir þættust ekki liafa neinar s k y 1 d u r
að leysa — jafnvel þó að það væri „Sovét“-riki, mundi
gerast þar sama sagan.
Virðing fyrir lögunum og rækt við þjóðfélagsskyld-
urnar eru fyrstu skilyrði þess, að þjóðfélagið sundrist
ekki — livert svo sem skipulagið er!
— Byltingastefnurnar hafa á stefnuskrá sinni, að
flytja byggðina saman. Allir þeir peningar, öll þau
liandtök, sem gerð liafa verið að ræktun og byggingu
í íslenzkum sveitum, á að verða að engu. Ríkið liefir
nóga peninga til að reisa ný hús og rækta ný tún! Það
fær þá úr pyngju auðmannanna meðal þjóðar, sem
hefir rúmar 100.000 ibúa og skuldar ef til vill 80—100
miljónir króna! Það er og ekki dæmalaust, að mál-
svarar byltingar segi: „Fjármunir! Þeir eru næg'ir i
óræktar móunum.“ Þeir sjá alstaðar máhnloga, sem
verða eign alþjóðar, þegar bylting er um garð geng-
in. En ætli að geti þá ekki farið líkt fyrir þeim og
auðnuleysingjunum, sem árangurslaust girntust gull
haugbúanna i þjóðsögunum?
Gull verður aldrei numið úr islenzkri mold með
tómum orðum!
En livað mundi vinnast við samfærslu hyggðarinn-
ar? — Þjóðin yrði í beinna samhandi við umheiminn,
ríkisvaldið ætti hægra með að hafa hendur í hári lienn-
ar og veita straumnum inn í líf hennar, hún mundi
tapa þvi síðasta af fornri sveitamenningu, þjóðlegri
menningu, tungu sinni og öllum þjóðareinkennum.