Skinfaxi - 01.04.1933, Blaðsíða 57
SKINFAXI
57
og kastafi skugga á lífsgleði þeirra og eyðilagt hamingju
þeirra,“ sagði Björn, einn af okkur félögum.
„Veiztu dæmi til þess?“ spurði einhver okkar.
„Já, það veil eg,“ svaraði Björn og skaraði í eldinn
nieð skörungnum.
„Þá skaltu segja okkur söguna, Björn,“ sagði eg'.
Það var eins og lifnaði yfir okkur þcgar saga var
nefrid.
„Þið eruð eins og börn,“ sagði Björn, „viljið lieyra
s(')gur tii að evða timanmn. En þið verðið þá lika að
segja sögur af einhverjum atvikum, sem þið Iiafið
lifað.“
Við játtum því allir.
Svo hóf hann söguna.
„Við Halldór í Hvammi vorum jafnaldrar, og leik-
bræður öll okkar æsku og bernsku ár. Og þó hann væri
einkasonur Björns í Hvammi og alinn upp í mesta
dálæti, en eg sonur eins kotbóndans — liar aldrei á því,
að sá stéttamunur feðranna liefði nein áhrif á leiki
okkar drengjanna.
Við börnin, sem áttum lieima i kotunum kring mn
Hvamm, álitum það eins og sjálfsagðan hlut, að Hall-
dór réði mestu í leikjum. Það var þegjandi samkomn-
lag lijá okkur, að bera allar okkar ráðagerðir undir
hann og láta liann ákveða hvort við ættum að fram-
kvæma þær. Það var eins og Halldór væri fæddur til
þess að stjórna öðrum. Hann réði fram úr hverjum
vanda, sem okkur bar að höndum, ákveðinn og áræð-
inn og lét fátt afti’a sér. Við dáðumst oft að því livað
hann var fljótnr að framkvæma það, sem honum datt
i hug, og sem við töldum oft ógerlegt. En Halldór sá
strax hvernig hezt væri að haga þessu og þcssu og
taldi kjark i okkur liin, ef við vorum huglítil. Og ])Cg-
ar árin færðust vfir okkur og leikstundunum fækkaði,
\ar félagsskapur okkar Halldórs enn þá stei'kari.
Á þeim árum fórum við marga glæfraförina hæði á