Skinfaxi - 01.04.1933, Blaðsíða 42
42
SKINFAXI
Önnur er frjáls bindinclisstarfsemi. Hin er aðflutnings-
bann á tóbaki. Nú skulum við atliuga þessar leiðir,
bvora fyrir sig.
Frjáls bindindisstarfsemi er bvggð á lýðræðisgrund-
velli, og má segja að tilveruréttur hennár byggist á
þeim grunni sem nú skal i fám orðum greina. Til þess
að maðurinn geti náð þeirri fullkomnun, sem lionum er
ætluð af guði og náttúrunni, þarf bann að ieggja eitt-
livað á sig. Berjast við eitthvað. Berjast við hin illn öfl
í sálu sinni, og sigra þau. „Enginn verður óbarinn bisk-
up,“ segir gamla máltækið. í skóla baráttunnar fyrir
tilverunni verður hver og einn að lierða sig. Vaxa and-
lega og siðferðislega ásmegin. Til að ná sem beztu
valdi yfir sjálfum sér, verður liann að neita sér um
eitthvað. Við þekkjum öll söguna af Abraham og minn-
umsl þess, þegar liann ætlaði að fórna guði fsak syni
sinum. Hann ætlaði að slíta þátt af sjálfum sér, lil að
eiga von á betra lifi síðar. Til þess að þóknast þeim
mætti, sem liann vissi mestaii og beztan; allri tilver-
unni. Einsetumenn miðaldanna fórnuðu lífi og starfi
meðal sambræðra sinna, mannvirðingum, og yfir böf-
uð að tala öllu því, sem teljast má til þessa lieims
gæð'a, til þess að komast sem næst guði. Halda iirein-
ieika sálar sinnar óskerlum. Og þótt eg geti í sjálfu
sér ekki fallizt á réttmæti sliks lífs, sem þeir lifðu, þá
getur enginn véfengt þann liuga, það traust og þá
vissu, sem lá á bak við slikar aðgjörðir.
Nú er það vitanlegt, að til daglegra þarfa þeirra
manna, sem vel þykjast vilja lifa, heyra ýmsar teg-
undir vara, sem þarflausar eru, og jafnvel verra en
það. En eins og áður er sagt, dregur allt sællífi úr því,
sem heilhrigt líf getur kallazt, og er því nauðsynlegt
að temja ástríður sínar svo, að án þess megi vera.
Forfeður okkar, sem lítið þekktu til skyldna gagnvart
öðrum, lifðu fvrir sjálfa sig; fórnuðu því, sem þeir
áttu bezt, sjálfum sér, lieilum og óskiptum. Qg virð-