Skinfaxi - 01.04.1933, Blaðsíða 21
SKINFAXL
21
orða, einungis af löngun lil að verða ábcrandi, voldugir
e'ða eiga „g'óða daga“.
Það er sameiginlegt með báðum þessum flokkum,
að þeir eru eigingjarnir í þrám sínum og gleði og gjarn-
an leita báðir þess sama. En það skilur, að annar vill
vinna fyrir sér sjálfur, en binn vill láta aðra vinna fvrir
sér.
Þriðji flokkurinn ber merki U. M. F. Hann er mót-
aður af anda og störfum félagsskaparins. Hann var til,
áður en U. M. F. hreyfingin barsl bingað til lands, en
þeir, sem mótuðu félagsskapinn, tilheyrðu boiium. Það
voru menn, sem vissu, að alþýðan veldur mestu um
þjóðmegun alla — að alþýðan ein getur hækkað þjóðar-
hag að alþýðan ræður. í því var vakningin og hrifn-
ingin fólgin, að fjöldi ungra alþýðumanna varð sér
þess meðvitandi, hve veglegan þátt stétt lians og bann
sjálfur átti í samtíð og framtíð þjóðarinnar. Með auknu
stjórnarfrelsi og menntun glæddist skilningur alþýð-
unnar á lífsviðborfi sjálfrar sín. Hún óx frá umkonni-
levsi lil valda og ábyrgðar. Hún fann að liún átti lifs-
þrótt og atgjörvi og land til að lifa fyrir. Hún eignaðist
hátt takmark. Hún var snortin og lcidd af hugsjónum.
Siðan hefir orðið breyting á ungmennafélögunum.
Fjörið og eldmóðurinn minnkaði, þegar gleðiboðskap-
urinn um ábyrgð og þýðingu alþýðumannsins liælti að
vera nýr, og það kom greinilega í ljós, að lífið veitti for-
réttindi sín i þessum efnum þeim einum, sem gæddir
voru þreki og manndómi. Þá færðist meiri festa og ró
yfir félagsskapinn. Styrkur og vilji þvarr þó ekki. Hátt
lakinark var raunverulegur veruleiki meðal U. M. F.
eins og áður. Enn þá hrifa starfshættir og andi U. M. F.
hreyfingarinnar fólkið i þann flokk, sem vill vinna al-
þýðusléltina upp. Hér skiptir það engu, þó að sumir
hafi vcrið i U. M. F. árum saman, án þess að mótast
af anda þess, og' áhrifin annarsvegar náð út yfir félags-
takmörkin. Ungmennafélagsskapur er þroskaveiðleitni