Skinfaxi - 01.04.1933, Blaðsíða 58
58
SKINFAXI
sjó og landi. Þó voru það sjófcrðirnar, venjulega, seni
voru hættulegastar. Fjörðurinn lá breiður og opinn
l'ramundan bænum. Og liafið vakti æfintýraþrána lijá
okkur félögunum. Við notuðum liverja stund sem við
gátum til þess að róa eða sigla út á fjörðinn. Og stund-
irnar urðu nokkuð margar — og fleiri en karli föður
minum þótti gotí cða hagkvæmt fyrir vinnubrögðin á
heimilinu.
Um Halldór var öðru máli að gegna. Hann var oftast
sjálfráður um störf sín. En einn vildi hann ekki vera,
og þá var sjálfsagt að taka mig með hvernig sem á stóð.
Og þegar faðir minn lct i ljósi óánægju sína yfir þess-
um ferðum, hafði Halldór ótrúlega gott lag á þvi að fá
hann í gott skap og fá leyfi hans, að eg mætti fara.
En oft hristi liann höfuðið, þegar eg l'leygði verkinu
frá mér og við Iialldór lilupum niður i naustið neðan
við túnið og' Iirintum litla bátnum okkar á flot. Eg segi
okkar, en auðvitað átti Halldör bátinn og allt sem í
honum var.
Svo var lagt frá landi og stefnt út á liafið, fagurt og
Iieillandi.
Árin liðu og við vorum komnir yfir tvitugl. Eoreldrar
Halldórs höfðu viljað, að liann gengi skólaveginn. En
við það var ekki komandi. Halldór sagðist ekkert vilja
vera nema bóndi. Og hann réði eins og oftast áður. En
veturinn áður en þetta atvik gerðist, sem eg ætlaði að
segja frá, hafði honum verið komið til náms hjá prest-
inum sem átti heima í kaupstaðnum, og stóð kaupslað-
urinn beint á móti Hvammi hinummegin fjarðarins.
Var svo sem stundarsigling yfir í kaupstaðinn. Þann
vetur trúlofaðist Ilalldór Brynhildi dóttur Þórðar kaup-
manns.
Eg man það vel, hvað liann var kátur og lífsglaður,
])egar hann sagði mér frá trúlofuninni. Það var um
páskana, og haiin sagði að þau ætluðu að draga upp
hringána á sumardaginn fyrsta heima lijá foreldrum