Skinfaxi - 01.04.1933, Blaðsíða 72
72
SlvlNFAXI
fann liann fóstur. Eftir byltingu gætu Jíka foringjarn-
ir séð, að þeir liefðu farið of langt -— haldið það sulla,
sem var fóstur í þjóðskipulagi, er var að vaxa.
Það, sem við verðum nú að skilja, er, að við eigum
að laka við riki, sem er lamað, við eigum að taka við
þjóðskipulagi, sem er rægt og' reynt að sundra. Við
eigum að finna ráð til að lækka þá ólgu og sýna fjar-
stæðu byltingarinnar, með því að berjast til sigurs og
frægðar á vettvangi þingræðis og þegnfrelsis.
Við eigum að leggja ótrauð liönd á plóginn og lag-
færa stærstu galla núverandi skipulags, ckki með hylt-
ingu, heidur hægfara og' skynsamlegum umbótum. Við
sjáum, að lækurinn, sem vex og eyðileggur rafveitu
og engjar hóndans, bætir ekki fjárhag hans. Brimald-
an, sem ris og hrýtur bát sjómannsins, gerir líka tjón.
Bylting, sem gerð er af blindu ofstæki með vantrú á
allt, sem gert hefir verið, bylting, sem gerð er af leið-
togum, sem þrá völd og metorð, er ekki líkleg til að
gera þjóðina farsæla — heldur gagnstætt!
Hér á landi er ekki slikur jarðvegur, slík nauðsyn,
til að gera byltingu og var i Rússlandi 1917. Rússar
höfðu engu, að tapa — allt að vinna. Andstætt því má
segja um okkur; jafnvel þar, sem skókreppan er nú
mest, mundi sannast, að mundagnið er mjótt milli þess,
sem vera á og liins, sem á að falla, og vandséð hvort
.,betri er hrúnn eða rauður“. Við verðum umfram alll
að skilja, að mennirnir eru ekki gerðir fyrir þjóðskipu-
lagið, heldur er þjóðskipulagið gert fyrir mennina.
Þess vegna á hver maður rétt á því, að njóta hæfi-
leika sinna svo sem liann gelur og lög þau leyfa, er
samin iiafa verið til aukinnar menningar og siðferðis.
ög hendur sínar og lieila hefir liann til að vinna —
svo marga tíma á dag, sem hann vill. Með því eykur
iiann efnahag sinn og sjálfstæði þjóðarinnar.
Einstaklingunum verður að skiljast livert hlutverk