Skinfaxi - 01.04.1933, Blaðsíða 30
,30
SKINFAXI
Æðimargir þeirra, sem leggja út á sjálfbjargaleiðir
fullorðinsáranna, komast að fullri rauu um það, að
ýmsu cr misjöfnu að mæta á þeim slóðum. Oftast verð-
ur ærið nóg af torveldum raunum að yfirstíga, áður
en eftirsóttum takmörkum er náð; áður en dagdraum-
ar manna vaxa fram til veruleika. En liátt og fjai'-
lægt markmið er á stundum mikilverðast fyrir það
eitt, Iive baráttan fyrir því er þroskavænleg, bversu
sivaxandi þrek og drengilegan manndóm til þess þarf,
að hillingar hinnar háu brúnar verði að áþreifanlegri
nálægð fyrir fótum okkar. Margir brjóta að vísu hörp-
una sina á þeirri leið og lúta hnípnir yfir brostna
strengi; en meðan einn er eftir heill og óskaddur, með-
an lifsaflið sjálft heimtar sér verkefni, er jiess að vænta,
að fram sækist til þeirra markmiða, sem hugstæðust
eru, þótt stundum verði að sveigja að nokkru frá æski-
leguslum leiðum.
því þeim sem eina lífið er bjarla brúðarmyndin,
þeir brjótast upp á fjallið og upp á liœsta tindinn.“
*
Þeir tímar lágu eitt sinn yfir þessu landi, að svo
virtist sem þjóðin væri að þvi komin, að slíta hinn
siðasta streng hörpu sinnar — strenginn, sem hljóm-
að hefir liæst og skærast og boriö hefir glæsileilc vits-
munalegra og karlmannlegra afreka fátækrar en stór-
ættaðrar þjóðar, svo vítt, sem norrænn andi og orð-
iist fékk borizt um menntaðan lieim. Þegar svo var
sorfið að mætti og manndómi fólksins, að alkunnir
menntamenn töldu þaö vænlegt til viðgangs, að leggja
niður sitt eigið móðurmál og hverfa að tungu þeirrar
þjóðar, sem álti - þótt ekki væri sem heild — þyngsla
sök á örbirgð og eymd Islendinga.
Og þegar aðrir gerðust til þeirra hollráða, að íbúar
landsins yrðu fluttir burl úr álthögum þeirra og sett-
ír niður á lyngheiðar Jótlands, sem þá þótti raunar