Skinfaxi - 01.04.1933, Blaðsíða 34
34
SKINFAXI
inn, örvæntingin og' hið algerðasta vonleysi og upp-
gjöf úr svip og látbragði.
Daglangt fá þessir lieiinilisleysingjar að liggja i gras-
inu og njóta hvíldar undir sól eða regni. Ókunnugum
er það óskiljanlegt, hvernig þeir draga fram lífið. Bar-
áttu fyrir tilverunni er raunar löngu lokið. Aðeins slnt t
tímaspursmál, hvenær þessi flök sökkva til fulls i móð-
una miklu.
Eg gcl ekki að því gert, að mér finnst sem við þurf-
um cigi að öfundast sérlega yfir slíkri þjóðmenningu,
meðan liún á sér svo þröng svið; meðan þannig er
að unnið, að breytt er gnðs gjöfum í skaðræðis lduti,
framfaramöguleikum mannanna i tortímingartæki.
Nú má enginn skilja mig svo, að eg sé það flón, að
ætlast til þess, að við eigum yfirleitt að lítilsvirða fram-
farir annarra þjóða og loka fvrir því augum, hve langt
þær eru á undan okkur i ýmsum andlegum og nær
öllum verklegum efnum. Auðvitað eigum við að leiða
yfir landið liolla strauma, úr sem flestum áttum
strauma, sem stór-þjóðirnar breyta stundum i eyði-
leggingarelfur, en sem okkur er innau handar að gera
að áveitu lífræuna framfara í aljijóðar þarfir. Okkur
væri það srnár sómi, þótt bcnda mætti hér á svimháar
listauðgar liallir, ef meginhluti þjóðar hírðist í hreys-
um. Vafasamur frami væri það menningu okkar, að
benda á þjóðardýrgrip okkar: fornbókmenntirnar, en
vita um leið verulegan hluta landsfólksins ólæsan.
Fá eru þau störf, sem vandasamari verða en unp-
eldi fólks, og undir engum verkum er meir komið að
vel takist en þeim. Hlutverk kennara og uppalenda eru
eigi einungis í þvi falin, að fá æskunni i ,,endur tæki
kunnáttunnar i vissum skömmtum eða fornium. heldur
fyrst og fremst að festa þeim skoðanir, stefnumið og
vil'aþrek til þess að beita þekkingu sinni til fulltingis
góðra, mannhætandi verka, á sem víðustum vettvangi.