Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 4
4
SKINFAXI
þau slörf, sem unnið er að til sveita. Eftirtekt myndi
örfast lijá hverjum þeim æskumanni, er ræddi um
við félaga sinn, hvernig hezt væri að vinna liitt eða
þetta starf. T. d. hvernig hezt væri að rækta kart-
öl'lur, gras, korn, haunir, trjáplöntur o. fl. Trúin á
mátt moldarinnar myndi aukast við vaxandi iliug-
un og starf.
U. M. F. geta unnið stórvirki á framleiðslusvæðinu,
ef þau tækju liina lífrænu hugmynd til atliugunar
og framkvæmda á svipaðan hátt og hér hefir verið
lítillega drepið á.
Nú á síðuslu 12 árum hafa orðið miklar framfarir
hjá íslenzku þjóðinni og má telja, að það hafi ver-
ið bæði við sjó og i sveit.
Ræktunarframfarir hafa orðið stórstígari en áður,
þótt í öldum væri talið. Margt það, sem liulið var
sjónum manna í íslenzku atvinnulífi, er nú að skýr-
ast, og menn farnir að skilja betur en áður, að ísl.
þjóðin býr yfir miklum auðæfum í okkar fagra og
frjósama landi.
ísl. sveitir þurfa að verða meira aðlaðandi fyrir
aukna og hetri hyggð en nú er. En svo að slíkt megi
verða, þarf æskan að taka höndum saman og efla
hugrænt og líkainlegt starf.
Það hefir verið fullyrt af þeim, sem rannsakað
liafa ísl. jarðveg, að hann sé einhver sá frjósamasti,
sem til er á Norðurlöndum. Danskur vísindamaður,
sem lét gera hér nokkrar jarðvegsrannsóknir fyrir
nokkrum árum, fullyrti, að ef Danir hefðu jafnfrjó-
an jarðveg og til er hér á íslandi, þyrfti danskur
landbúnaður ekki að kvíða. Rannsóknir þær, sem
Hákon Rjarnason og Jakoh H. Líndal liafa gert nú
á síðari árum, sýna, að ísl. jarðvegur er að mestu
ósúr, og í flestum tilfellum ekkert nauðsynlegt að
bera i hann kalk við ræktunina. Stafar þetta af því,
að liann er mvndaður úr ósúrum hergtegundum. Þá