Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 72

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 72
72 SKINFAXI sem hafa verið bergnumdir, og sem þarf að ieysa úr álögum, hrifa til betra lifs og bjartari hugsana. Ekkert umbótamál er þannig vaxið, að heilar sveitir standL einhuga að framgangi þess. Sundlaug Súgfirðinga hefir um margra ára skeið verið hugsjón þeirra, „en ioksins hætti æsk- an að lúta þeirra sið, sem líta fjarst til baka, en aldrei fram á við, og æskan, hún var samhent og sagði: hér er eg, og sjá'1 hún hyggði sundlaugina, sem hér stendur, og nú finnst öll- um sjálfsagt, að hér sé sundlaug. 1 þúsund ár hefir þessi litla, volga lífsins lind streymt frá brjóstum fósturfoldar, bíðandi þess, að mennirnir gerðu hana að virkum, skapandi þætti á þroskabraut sinni. Súgfirðingar hafa leitað í sólarátt með ýmsar framkvæmd- ir á síðustu árum. Þeir hafa starfrækt sólbyrgi fyrir almenn- ing, eitt hið fyrsta á Islandi. Þeir hafa, með samhug og bjart- sækni, komið á fót tækjum til Ijóslækninga, og nú að síðustu sundlaug. Þetta er að horfa, stefna, hugsa og halda i sólarátt. Eg er ekki viss um hér væri sá hugur, ef vantaði ei sólina í okkar sveit. Menn þrá hér að vinna, svo vakni sá dugur, sem veita má blessun um gjörvallan reit. Sólina að þrá, það er Hfinu að lifa, þvi lifi, sem fullt er af hreinleik og ást, af krafti og trú þeirri, er hjörgum má hifa og brautir þær ryðja, sem aldrei mást. Sundiþróttin er ekki einungis nytsöm íþrótt, heldur lika holl iþrólt, fögur íþrótt, listræn íþrótt. Sundið og höðin skapa hreinlæti líkamans og fyrirbyggja sjúkdóma, slefna þá braut, að byrgja brunninn áður en barnið er í hann dottið, efla hreysti og hreinleik likamans og gera liann að fögrum bú- stað fyrir göfuga sál. íþróttirnar eru skóli, undirhúningur undir fagurt og hreint líf. Tilgangur þeirra er þjálfun og stæl- ing líkamans, ásamt prúðmennsku og drengskap í allri fram- komu, sem eru sannar hetjudyggðir. Takmarkið er heilbrigð sál í hraustum líkama. „Ef æskan vill réta þér örfandi hönd, þá ertu á framtíðar- vegi,“ og hér er æska, sem öll vill synda, og nemendur hér á þessu sumri eru nokkuð á annað hundrað. Allir Súgfirðingar eiga að læra að synda. Þeir hafa skil-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.