Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 69

Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 69
SKINFAXI 69 Það þarf skapstyrk til þess að þola þá raun, að geta hvergi framfylgt sinni æskuþrá til umbóta og framtaks. Mega ekki fylgja æskunni til fjörs og gamans, vegna þess, að vanheils- an er fjötur um fót. Þetta varð Eyvindur að þola. Með dauð- ann i brjóstinu gekk hann um langt skeið til starfa, og var holiur ráðgjafi heimili sínu. Hann var vormaður, þjóðræk- inn, hófsamur og vildi á engu níðast, sem honum var tiltrúað. Þau afrek mega sizt fyrnast. Eyvindur fæddist að Austurhlíð í Biskupstungum 2. nóv. 1900, dó 3. júni 1933. Hann var sonur Austurhliðarhjónanna, Magnúsar Sigurðssonar og Guðrúnar Kjartansdóttur. Hafa þau hjón búið að Austurhlíð allan sinn búskap, við góðan orðstír. Nii hafa þau brugðið búi< en dvelja hjá syni sinum Guðmundi, sem þegar hefir reist bú að Austurhlíð; og vonandi tekst honum að halda svo fram sem stefnt hefir til þessa á bæn- um þar. Sigurður Greipsson. S i n d u r. (Höfundur kvæðis þessa er aðeins 16 ára). Það sindrar frá svörtum kolum á sogandi æfibáli. Það glymur í hamarshöggum, það hrökkva neistar frá stáli. Og reykurinn þýtur um rjáfrið og ryðst út um strompinn á þaki. — Smiðurinn mótar myndir. Mennirnir standa að baki — og horfa inn í brennandi bálið, sem blossar, eykst eða hnígur. Og eimur frá aflgjafa lífsins úr angandi glóðhita stígur. Höggin þau lirópa af lífi, því hérna er ekkert dautt; — steðjinn er stór og digur og stálið er glóandi rautt.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.