Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 66

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 66
66 SKINFAXI Jón hresstist furðu fljótt. Eftir nokkra daga var hann orð- inn vinnufær. Um vorið færði hann Baldvini i Garði eina af ánum sin- um og bað hann að þiggja fyrir hjálpina. Tók Baldvin við ánni, en síðar gaf hann hana Helga, syni Jóns, er var í fóstri hjá honum. Sumarið eftir gróf í herðunum á Jóni. Átti hann lengi í þeirri meinsemd. Stundaði Baldvin í Garði sárið og græddi að lokum. Steingrímur Baldvinsson, Nesú Útgáfnr Jijóðsagna. A seinni árum hefir hver útgáfan af þjóðsagnabókum rekið aðra. Og allar eru útgáfurnar, svo að segja, sín með hverju sniði. Þær eru að minnsta kosti í átta mismunandi bókarform- um. Þá hafa verið birtar, í blöðum og allskonar ritum, fornar og nýjar þjóðsögur, sem ætlu heima i vönduðu þjóðsagnasafni. Allt þetta bendir á ósamræmi, rugling og skipulagsleysi í út- gáfu þjóðsagna. Útgefendurnir eru margir og hver þeirra gef- ur út þjóðsögur eftir sínu höfði, án þess að vera í samvinnu hverir við aðra. Þetta er afleitt fyrirkomulag. Skemmlilegast hefði verið, að allar þjóðsagnaútgáfur væru með sama sniði og formi eins og l^jóðsögur Jóns Árnasonar, Þjóðtrú og þjóð- sagnir Odds Björnssonar og það, sem út er komið af þjóðsög- um Sigfúsar Sigfússonar. Það verður ekki ráðin bót á skipu- lagsleysi þjóðsagnaútgáfunnar, fyr en eitthvert einstakt félag sér um prentun og útgáfu allra þjóðsagna, sem gefnar eru út á landinu. Félag, sem hefði þetta á hendi, þyrfti að hafa sér við hönd þjóðsagnanefnd, sem annaðist söfnun þjóðsagnanna úti um byggðir landsins, tíndi saman sagnir og sögur, sem dreift er innan um blöð, og önnur óskyld efni i öðrum ritum. Þá mun vera mikið af nýtilegum þjóðsögum ó])rentuðum, í liandritasöfnum, sem sjálfsagt væri að taka með í þjóðsagna- safn. Hjá kynslóð þeirri, sem nú er komin að fótum fram, lifir enn allskonar sagnafróðleikur, sem óðum hverfur og deyr út,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.