Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 11

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 11
SKINFAXI 11 eitthvað við allra hæfi. Þar er enginn of finn, enginn of grófur. Því hroðalegri sögur, seni eg heyri um drykkjuskap. j)ví betur finn eg', að U. M. F. í. verður að starfa drengi- lega fyrir bindindi. Því oftar, sem eg sé drukkinn ung- ling, því ljósari verður mér skylda okkar, að lieiðra hugsjón bindindisins með fullri alvöru. Það er satt, að bindindishugsjónin er ekki líkleg til að hópa fólkið saman, svo að fátt verði eftir. En eins og snillingarnir lmfa orðið ódauðlegir velgjörðarmenn þjóða sinna með því, að boða nýja siði, geta félög bezt orðið merkileg og þjóðlioll með því, að beina fólkinu á hollar brautir, kenna því nýjan hugsunarhátt og nýja siðí. Félagsskapur æskunnar á að berjast fyrir sönnum verðmætum, sönnum hugsjónum og bera þær fram til sigurs. Æskan á að hugsa og lifa hetur en fyrri kynslóðir. Sú æska, sem gerir það ekki, er óþarf- ur aukaliður. Hver kýs sér slíka æsku? Ungmennafélögin geta ekkert gert þarfara en það, að vekja þjóðarsamvizkuna. Þau eiga að Ijerjast við þann aldarliátt, sem er spilltur. Þau eiga að hverfa straumi tímans, þar sem straumhvarfa er þörf. Er það ekki glæsilegt, unga fólk? Ungmennafélögin geta bezl náð tilgangi sínum með þvíj að fara veg bindindisins og kenna fólki að leita gleðinnar í heilljrigðum og þroskandi viðfangsefnum. Þau eiga að Iij'rgja þann brunn, sem flest börn hafa fallið i, þótt seint sé. Þau eiga að kenna fólkinu að r.jóta höllari nautnalinda. Þetta líf hefir nógar uppsprettur sannrar gleði. Gleði, sem er mönnum samboðin. Ungmennafélagar! Á brunnur Bakkusar konungs að standa opinn um aldur og æfi. Eigum við ekki að gera það, sem við getum, lil að loka honum. Halldór Kristjánsson.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.