Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1935, Blaðsíða 74

Skinfaxi - 01.04.1935, Blaðsíða 74
74 SKINFAXI Héðan og handan. Keykjanesskólinn. Ritger?5in um fræðslumál sveitanna, er Aðalsteinn Eiríks- son ritaði í Skinfaxa, hefir vakið töluverða athygli, og jafn- vel hreyfingu til framkvæmda á ýmsum stöðuin. Sjálfur hefir A. E. ekki látið sitja við orðin tóm í þessu efni. Hann hefir leitazt við að gera hugsjón sína að veruleika, með því að taka við stjórn skólaheimilis, er reist var eftir fyrirsögn hans að Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Rekur hann j>ar starfsemi, sem vafalaust er vel þess verð, að henni sé gaumur gefinn. Skólinn að Reykjanesi er heimavistarskóli fyrir tvo hreppa, og sfarfa þar tveir kennarar. Þar er jarðhiti, sundlaug, fimleikasalur, tvær kennslustofur og vinnustofa, allt miðað við nútíma skólastarf með frjálsri vinnu og rannsókn nem- enda, en ekki lexíustagl og utanaðnám. Skólinn er bæði fyrir hörn og unglinga. Auk þess hefir A. E. stofnað þar til víð- tækrar menningarstarfsemi fyrir héraðið, og fengið alla leið- andi menn í lið við sig i því efni. Ráðgert er, að héraðsbúar komi saman til þegnskaparvinnu við skólann um eina helgi að vorinu, vinni þá að því að prýða umhverfið og koma upp skrúðgarði, sem um leið verði lifandi safn af villtum gróðri héraðsins. Koma á upp við skólann safni af nátt- urugripum, ljósmyndum af stöðum og byggingum, og menn- ingarsögulegum minjum — bæði hlutum og rituðum heim- ildum •—• og verður þar fyrsta byggðasafn á íslandi. Þá eru ráðgerð námskeið til hvildar, vakningar og fræðslu, fyrir konur á vorin og fyrir hændur um miðjan vetur. Á kvenria- námskeiðinu er m. a. gert ráð fyrir verklegu námi í garðrækl og hagnýtingu grænmetis, en i Reykjanesi er sérlega góð að- staða — gróðrarstöð, er lærður garðyrkjumaður rekur. Nú er stefnt í þá átt, að koma á heimavistaskólum í sveit- um landsins, i stað farskólanna, sem reynslan sýnir, að eru næsta ófullkomnir og ónógir. Liggur nú fyrir Alþingi frum- varp, sem gerir ráð fyrir, að á næsta áratug, eignist allar sveitir landsins heimavistaskóla. Hér er því fullkomlega timabært mál á ferðinni, — mál, sem U. M. F. geta unnið sér til ágætis með því að starfa fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.