Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1935, Blaðsíða 63

Skinfaxi - 01.04.1935, Blaðsíða 63
SKINFAXI 63 — lýstu uppgraftarmönnum þeim, sem uppi voru, en ljós munu hafa verið niðri i brunninum. Mæðgurnar, kona og dóttir Jóns bónda, stóðu úti við brunn- inn, hnipnar og hljóðar. óttuðust verkamenn, að þær mundu verða innkulsa af að standa lengi úti í kuldanum, hreyfing- arlausar. Auk þess vildu þeir ógjarna, að þær væru viðstaddar, þegar maðurinn yrði dreginn upp úr brunninum, eins og þeir bjuggust við að útlit hans mundi verða. Vék þvi Baldvin i Garði að húsfreyju og vakti máls á því, hvorl hún vildi ekki fara inn og hita kaffi handa verkamönn- unmn; þeim myndi þörf á hressingu. Var sem hún vaknaði af dvala- við orð lians. Kvað liún allt heimilt, er til væri, en skammt mundi það hrökkva handa svo mörgum mönnum. Við það gengu þær báðar inn, mæðgurnar. Ivallaði Baldvin þá vinnumann sinn afsíðis og bað hann skunda út í Garð og skila til konu sinnar, að senda einhver föng til veitinga handa uppgraftarmönnum, þvi að ekki mundi hið fátæka heimili vera við því búið, að veita svo mörgum. Fór vinnumaður með þessi skilahoð. Að röskum hátftíma liðnum kom hann aftur og hafði þá meðferðis hveiti, sykur, kaffi, kaffihæti og tótg. Með þetta fór Baldvin inn til húsfreyju. Var hún að hita kaffi og baka lummur, en dóttir hennar að taka til holla og önnur ilát, til þess að bera i kaffið. Virtist harmur þeirra og kvíði hafa þokað fyrir starfshyggjunni og gestgjafaskyldunni. Var nú verkamönnum horið kaffi. Skiptust þeir á að ganga inn og neyta þess. En haldið var þó kappsamlega áfram greft- inum eftir sem áður. Ekki vissu menn gjörla hvar maðurinn var í brunninum. Hafði Baldvin spurt drenginn, er var sjónarvottur að slys- inuí mjög nákvæmlega að atburðum. Af þvi, er pilturinn sagði, réði hann, að maðurinn mundi vera mjög neðarlega, en þó að öllum líkindum ofan vatns, og gæti þá liugsazt, að hann væri með hfi. Var því allrar varúðar gætt, þegar dýpka tók. Steig þá Baldvin niður í brunninn, til þess að hafa eftirtit með verkinu þar niðri. Stöðvaði liann gröftinn öðru hvoru og hlustaði, ef vera mætti, að einhver lífsmerki heyrðist til hins grafna manns. Er komið var um fjórar mannhæðir nið- ur fyrir yfirborð, þóttist hann heyra veikar stunur að neð- an. Bað hann menn nú að herða gröftinn, en viðliafa þó alla varkárni. Enn var grafið nokkra stund. Varð þá fyrir uppgraftar- mönnum hella mikil, er lá skáhallt inn i brunninn frá vegg. Þóttust þeir þá gjörla heyra til mannsins undir hellunni. Var henni nú lyft gætilega. Kom þá í Ijós höfuð og herðar hins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.