Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 63

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 63
SKINFAXI 63 — lýstu uppgraftarmönnum þeim, sem uppi voru, en ljós munu hafa verið niðri i brunninum. Mæðgurnar, kona og dóttir Jóns bónda, stóðu úti við brunn- inn, hnipnar og hljóðar. óttuðust verkamenn, að þær mundu verða innkulsa af að standa lengi úti í kuldanum, hreyfing- arlausar. Auk þess vildu þeir ógjarna, að þær væru viðstaddar, þegar maðurinn yrði dreginn upp úr brunninum, eins og þeir bjuggust við að útlit hans mundi verða. Vék þvi Baldvin i Garði að húsfreyju og vakti máls á því, hvorl hún vildi ekki fara inn og hita kaffi handa verkamönn- unmn; þeim myndi þörf á hressingu. Var sem hún vaknaði af dvala- við orð lians. Kvað liún allt heimilt, er til væri, en skammt mundi það hrökkva handa svo mörgum mönnum. Við það gengu þær báðar inn, mæðgurnar. Ivallaði Baldvin þá vinnumann sinn afsíðis og bað hann skunda út í Garð og skila til konu sinnar, að senda einhver föng til veitinga handa uppgraftarmönnum, þvi að ekki mundi hið fátæka heimili vera við því búið, að veita svo mörgum. Fór vinnumaður með þessi skilahoð. Að röskum hátftíma liðnum kom hann aftur og hafði þá meðferðis hveiti, sykur, kaffi, kaffihæti og tótg. Með þetta fór Baldvin inn til húsfreyju. Var hún að hita kaffi og baka lummur, en dóttir hennar að taka til holla og önnur ilát, til þess að bera i kaffið. Virtist harmur þeirra og kvíði hafa þokað fyrir starfshyggjunni og gestgjafaskyldunni. Var nú verkamönnum horið kaffi. Skiptust þeir á að ganga inn og neyta þess. En haldið var þó kappsamlega áfram greft- inum eftir sem áður. Ekki vissu menn gjörla hvar maðurinn var í brunninum. Hafði Baldvin spurt drenginn, er var sjónarvottur að slys- inuí mjög nákvæmlega að atburðum. Af þvi, er pilturinn sagði, réði hann, að maðurinn mundi vera mjög neðarlega, en þó að öllum líkindum ofan vatns, og gæti þá liugsazt, að hann væri með hfi. Var því allrar varúðar gætt, þegar dýpka tók. Steig þá Baldvin niður í brunninn, til þess að hafa eftirtit með verkinu þar niðri. Stöðvaði liann gröftinn öðru hvoru og hlustaði, ef vera mætti, að einhver lífsmerki heyrðist til hins grafna manns. Er komið var um fjórar mannhæðir nið- ur fyrir yfirborð, þóttist hann heyra veikar stunur að neð- an. Bað hann menn nú að herða gröftinn, en viðliafa þó alla varkárni. Enn var grafið nokkra stund. Varð þá fyrir uppgraftar- mönnum hella mikil, er lá skáhallt inn i brunninn frá vegg. Þóttust þeir þá gjörla heyra til mannsins undir hellunni. Var henni nú lyft gætilega. Kom þá í Ijós höfuð og herðar hins

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.