Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 13

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 13
SKINFAXI 13 þýðublaðið, segir hann, ef einhver í húsinu verður hans var. Svo fer hann aftur út á götuna. Mórauða blússan hans með rennilásnum er visl orðin nokkuð gömul; hún gúlpar öll sitt á hvað í mittið, því að teygjan er líklega alveg farin úr beltinu. Buxurnar eru líka farn- ar að trosna að neðan, þótt þær nái ekki nem niður á linéð, en þar fyrir neðan taka við mórauðir sokkar, unnir úr islenzkri ull; þeir eru hlýir og mjúkir og falla vel að hinum bústnu kálfum stráksins. —- Hún gaf mér þá, konan, sem eg var hjá i sveitinni, mundi hann svara, ef nokkur væri svo forvitinn, að spyrja um sokkana hans. Annars er hann ekkert að hugsa um sveilina núna eða veru sína þar. Og fáum hefði víst dottið í hug, þó að þeir tækju eftir þessum berhöfðaða og bústna strák, sem öslar þarna i krapinu, að hann væri eigin- lega um noklcuð að hugsa. Samt er því nú svona varið, þó að ólrúlegt sé. — Nú eru bráðum komin jól. Hátið barnanna. Ef til vill er liann þá að hugsa um Jesúbarnið, sem fæddist á jólunum og var lagt í fjárhúsjötu? Nei, hon- um hefir ekki einu sinni dottið það í hug. — Enginn skyldi þó halda, að hann kannist ekki við þá sögu. — Þessi strákur. — Hann hefir meira að segja fyrir löngu síðan lært Faðirvorið alveg upp á sína tiu fing- ur og heilmikið af fallegum bænum, sem mamma hans kenndi honum. Og ekki nóg með það. Hann fann sem sé upp alveg sérstaka aðferð til þess að muna bænirnar sínar í réttri röð, nefnilega: Láta hara aftur augun, byrja svo á faðirvorinu, það er alveg eins og fara inn löngu, dimmu göngin í gamla bænum i Ási, þar sem hann hefir verið undanfarin sumur. Svo koma innri göngin, þar sem eldavélin stendur, þar eru hlessunar- orðin. Síðan eru dálítil þ r e p til beggja handa. Til hægri er gengið inn í hjónaherbergið en til vinstri í bað- stofuna, þar sem allt hitt heimafólkið sefur. Þarna eru bænirnar, ein við hvert rúm, en við bjónarúmið eru

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.