Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 73

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 73
SKINFAXI 73 yrði til þess. En þá fyrst, þegar skólabörnin eru skyld að nema hér sund á hverju vori, er þetta mál komið á farsæl- an veg, og við skulum aldrei hætta að kyrja þennan són, fyr en hann fær hljómgrunn í sálum þeirra, sem með málin fara. — Súgfirzka æska! Gakktu nú feti framar, minnstu þess, að næsta skrefið er íþróttavöllur, leikvöllur fyrir framtímans Súgfirðinga. Þú átt traustið og góðan málstað. Þú hefir vott- að trú þína á lífið, trú þina á framtíðina. Súgandafjörður á fjölda af æskumönnum, og ef i þeim búa dáð og dugur, eru þeir gulli dýrmætari. Það er dýrt, að ala upp dáðrika æsku, og fá ekki að njóta manndómsáranna. Og Súgandafjörður verður aldrei annað en fámenn sveit, með örðugri fjárhagslegri lífsbaráttu, á meðan hann eignast ekki þau vaxtarskilyrði, sem nauðsynleg eru æskunni til mann- dóms og menningar, til þróunar og lífsbjargar. Barátta okk- ar er hörð. Útþráin seiðir og laðar, og æskunni er létt um ferðir og flutninga. Hún þráir vorið og vöxtinn og land- nám, þar sem skilyrðin eru bezt. Margir eiga líka traustar taugar til æskustöðvanna og liugsa líkt og Vésteinn forðum á Gemlufallsheiði: „Þar sem lífið lék mig blíðast, ljúfast væri að falla síðast, deyja o’ní Dýra- fjörð“. Og Gunnar á Hliðarenda, sem „vildi heldur biða hel en horfinn vera fósturjarðarströndum“. Slíkar hugsanir eru hinar mætustu, og binda marga menn órjúfandi böndum við átthagana. — Baráttan við örðugleikana er braut þrosk- ans. Við trúum á vorið; þess takmark er sumarsins gróður. Og við viljum, að okkar fagri draumur og framtíðar spá megi rætast, — að hér vaxi og dafni: Æska með vorhug og vilja af stáli, vonir bjartar og hetju dug; hjarta af gulli og máttur i máli móti hvern frjálsborinn, islenzkan hug. Sturla Jónsson.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.