Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1935, Blaðsíða 73

Skinfaxi - 01.04.1935, Blaðsíða 73
SKINFAXI 73 yrði til þess. En þá fyrst, þegar skólabörnin eru skyld að nema hér sund á hverju vori, er þetta mál komið á farsæl- an veg, og við skulum aldrei hætta að kyrja þennan són, fyr en hann fær hljómgrunn í sálum þeirra, sem með málin fara. — Súgfirzka æska! Gakktu nú feti framar, minnstu þess, að næsta skrefið er íþróttavöllur, leikvöllur fyrir framtímans Súgfirðinga. Þú átt traustið og góðan málstað. Þú hefir vott- að trú þína á lífið, trú þina á framtíðina. Súgandafjörður á fjölda af æskumönnum, og ef i þeim búa dáð og dugur, eru þeir gulli dýrmætari. Það er dýrt, að ala upp dáðrika æsku, og fá ekki að njóta manndómsáranna. Og Súgandafjörður verður aldrei annað en fámenn sveit, með örðugri fjárhagslegri lífsbaráttu, á meðan hann eignast ekki þau vaxtarskilyrði, sem nauðsynleg eru æskunni til mann- dóms og menningar, til þróunar og lífsbjargar. Barátta okk- ar er hörð. Útþráin seiðir og laðar, og æskunni er létt um ferðir og flutninga. Hún þráir vorið og vöxtinn og land- nám, þar sem skilyrðin eru bezt. Margir eiga líka traustar taugar til æskustöðvanna og liugsa líkt og Vésteinn forðum á Gemlufallsheiði: „Þar sem lífið lék mig blíðast, ljúfast væri að falla síðast, deyja o’ní Dýra- fjörð“. Og Gunnar á Hliðarenda, sem „vildi heldur biða hel en horfinn vera fósturjarðarströndum“. Slíkar hugsanir eru hinar mætustu, og binda marga menn órjúfandi böndum við átthagana. — Baráttan við örðugleikana er braut þrosk- ans. Við trúum á vorið; þess takmark er sumarsins gróður. Og við viljum, að okkar fagri draumur og framtíðar spá megi rætast, — að hér vaxi og dafni: Æska með vorhug og vilja af stáli, vonir bjartar og hetju dug; hjarta af gulli og máttur i máli móti hvern frjálsborinn, islenzkan hug. Sturla Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.