Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1939, Síða 5

Skinfaxi - 01.04.1939, Síða 5
SKINFAXI síðan liefir æ áleitnari hvarflað í Iiug mér, er eg liefi reikað niilli bjálkabæjanna á Skansinnm, skimað nm í sölum Norræna safnsins, en þó einkum á margra sunira rölti um byggðir okkar lands: Hvað höfum við gert — og hvað getum við gert til að varðveita minjar okkar alþýðumenningar og okkar gömlu atvinnuhátta? Það mun vart leika á Iveim tungum að á síðustu áratugum liefir orðið hraðari og róttækari breyting á okkar þjóðlífi og þjóðháttum en nokkurra nágranna- þjóða okkar — og þótt lengra væri leitað. Breytingarnar eru svo skjótar, að lifshætlirnir, er þeir ólust upp við, sem nú eru að færast á elliár, virðast binni upprennandi kynslóð að lieyri grárri fortíð lil og það gera þeir og að meslu leyti, þvi að þeir atvinnu- og lifnaðarliættir, sem við bjuggum við fram um síðustu aldamót, voru að miklu leyti hinir sömu og forfeður okkar böfðu búið við, allt frá því að okkar land bafði á fyrstu öldum eftir landnámstíð mótað og skorðað þá atvinnuliáttu, er frumbyggjar þess fluttu með sér frá Noregi. En á síðustu áratugum, bafa orðið svo skjótar breyt- ingar i öllu okkar þjóðlífi, að byltingu má kalla, og liarf eg bér ekki að orðlengja um hverjar þær breyting- ar eru, en það er sjaldan, að vér gerum oss fulla grein fyrir því bversu hraðfara þær eru í raun og veru. Á einum áratug breytist nú meira en áður á öld. Sú liætta vofir því óneitanlega yfir, að við týnum út úr höndun- um á okkur ýmsum minjum okkar gömlu menningar- og atvinnuhátta, sem verðar væru að bjargast frá al- gerðri glötun og gleymsku. Eg skal nefna nokkur dæmi, sem skýra betur en lang- ar bollaleggingar, hvað fyrir mér vakir í þessu máli. Fram undir siðustu aldamót voru nær allir íslenzkir sveitabæir byggðir að mestu úr torfi og grjóti. Þessi sveitabæjastíll, sem nú er oft kallaður gamli stíllinn, hafði skapazt af reynslu margra kynslóða og samræmd- ur byggingarefnaskorti afskekkts lands. En svo er allt í

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.