Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 7

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 7
SKINFAXI 7 þessir búskaparhættir þó að falla i fyrnsku, og þeir nmnu fáir íslenzbir unglingar nú, er setið hafa yfir rollum. Enn er þó fæi-t frá á nokkrum hæjum á Hóls- fjöllum og á minnsla kosti einum bæ við Arnarfjörð. Trostansfirði, og e. t. v. viðar þar vestra. En ekki munu þau mörg, árin, þar til síðustu færikvíarnar feyskna niður. Væri nú ekki þcss vert, að senda einhvern á stúfana með kvikmyndavél og taka stutta kvikmynd og safna gögnum um þenna búskaraliátt? Svo mörgum kynslóðum liefir þó sauðamjólldn haldið liftórunni í og svo marga skapliöfn hefir rolluyfirsetan mótað í þessu landi. En jietta má ekki lengi dragast. Fram á síðustu ár var meltekja ærið þýðingarmikil búbót í ýmsum byggðum Skaptafellssýslu og var mel- kornið sem kmmugt er notað til brauðgerðar. Nú mun meltekja liklega lögð niður á öllum bæjum austur þar, en ennþá finnst margt fóllc, er frá henni kann að greina, og enn má sjálfsagt ná í mölunarkvarnir, þreskitæki. Væri allt þetta vel verl nánari rannsóknar, því e. t. v. er meltekjan beinn arftaki hinnar gömlu kornræktar og befir máske varðvcilt einhverjar gamlar venjur og að- ferðir þar að lútandi. Sú var tið, og eigi löngu liðin, að hákarlaveiðar voru mjög þýðingarmikil atvinnugrein nyrðra, einkum við Eyjafjörð. Hefir ýmislegt fróðlegt verið um veiði þessa skrifað, en engum hefir hugkvæmzt að bjargafrátýnslu hákarlavað, og væri þó fróðlegt að sjá slíkan hlut. Mætti eflaust finna gamlan hákarlavað í einhverjum lijalli nyrðra þar. Eg læt þessi dæmi nægja í brað, til að sýna, að margt er það, sem varðveita bæri og að ekki má draga það til lengdar, ef það á ekki með öllu að týnast. En við höfum þó Þjóðmenjasafn, munu margir segja. Satt er það, við eigum þjóðmenjasafn og það injög merkilegt safn um margt, og foi’stöðumenn þess hafa

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.