Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1939, Síða 12

Skinfaxi - 01.04.1939, Síða 12
12 SKINFAXI eitthvert liið hættulégasta átumein sjálfstæðs þjóöfé- lags og menningar. Og eg vil að endihgu endurtaka og undirstrika það: Hér þarf að hefjast handa sem fyrst, ef nokkru skal bjargað, því að nú eru vissulega síðustu forvöð. Stefán Jónsson: íþróttir og æska. (Erindi flutt á sumarmóti 1938). Oft er uni það talað, að ræður og alvarlegar hugleið- ingar eigi ekki heima á skennntifundum. Þá eiga menn að kasta frá sér öllum áhyggjum og láta tímann líðu i leik og njóta lífsins. —- Eg er þessu raunar samþykkur, cn vii þó í þessu samhandi minna á orð Westlings liins sænska, en hann segir: „Þegar gagnið sameinast gleð- iimi, þá verður lifið liátíð. Þctta er leyndardómur lífs- hamingjunnar, að geta sameinað gleðina og nauðsynleg störf.“ -— Eg vil hafa þessi orð Westlings sem einkunn- arorð eða inntak ræðu minnar i dag, en lnin fjallar um íþróttir og æsku. Þið hafið mörg ykkar lesið í hlöðunum undanfarna daga frásagnir um leikmótin í Reykjavík. — Á þeim setur einn maður þrjú ný met í hlaupum, og það, sem er ef til vill merkileg'ast, hann lirindir í þessum hlaup- um sínum eigin metum. Þessi hlaupagarpur er Sveinn íngvarsson, sem nú er mestur spretthlaupari á Islandi. — Eg nefni þessi afrek lians hér af tveimur ástæðum. Fyrst og fremst til þess, að minna ykkur, ungu menn og konur, á það, að þessi piltur er Snæfellingur, fæddur og uppalinn í þessu héraði. Það er metnaðarmál fyrir

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.