Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 32

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 32
32 SKINFAXI hverjum gesti, hverjum ungmennafélaga — allir eitt í því, að vera glaðir á góðri stund. Það var ekki hrópað upp, það var ekki skapað með augnahliksáhrifum alkohols; það kom frjálst, óþvingað og hressandi — bjartur geisli frá íslenzkri, heilbrigðri sveitasál. Það var hátíð að Sólvangi. — — — Eg vildi segja Skinfaxa frá „Laxdælinga- deginum“ okkar, ef ske kynni, að fleiri ungmennafél. vildu reyna einn slíkan dag í sinni sveit — einn dag, þar sem hvorki væri um selda né keypta gleði að ræða, einn dag, þar sem hlátur og gleði æskunnar á öllum aldri fær að brjótast út — einn dag, þar sem allir sveit- ungar ættu þess kost, að gista að Sólvangi sannrar gleði, Vormenn fslands! Athugið heitið, sem ykkur var gefið; athugið stefnuna, sem i nafninu felst! Myndi það ekki færa ykkur feti nær markinu, kannske á fleiri en einn liátt, að rctta sveitungum ykkar þannig ykkar hlýju vormannshönd? Jón Jónsson frá Ljárskógum: Sólvongs minni. Nú htær við aupm heiður gleðidagur og hlýr við röðli brosir okkar sveit og sumarblærinn svífur hlýr og fagur á svanavæng um hjartans innsta reit. í dag er liorft með auknum æskuvonum og efldum þrótti fram mót nýrri tíð — og Laxárdalnum, dætrum hans og' sonum, skal dagsins minning kær um ár og síð. Vort félag liefur átt um tugi ára við erfið lífskjör, þrotlaust reynslustríð, — þau svíða ennþá, örin margra sára frá ýmsri regin-kaldri norðanhríð.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.