Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 33

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 33
SKINFAXI 33 En þó munum vér sjálfsagt seinast gleyma í sól og skugga á ófarinni braut, hve oft var sárt að eiga hvergi heima — að eiga hvergi skjól í dagsins þraut. En þótt oss yrðu rögnin römm að meini, þá reis það samt, vort félags-höfuðból, og fúsar hendur reistu stein af steini, unz stóð vort hús og brosti móti sól. Það stendur hér sem fylling dýrstu drauma og dalsins yngsta og kærsta óskabarn, og það mun öruggt standast alla strauma í ströngum leik við kulda, byl og hjarn. Með margra ára örðugt stríð að baki og ótal sigurdrauma’ er reyndust tál, þá er nú loksins lyft því Grettistaki, er löngum var vort kærsta hugðarmál: Nú gleðst vor æska í ei g i n salarkynnum, nú er um síðir þráðu marki náð, — sú stund skal lifa í Laxdælinga minnum. með leifturstöfum hreinnar gleði skráð. Og Sólvangs-nafnið ávallt okkur minni á okkar heilladrýgstu þroskaleið: að láta sólskin svífa urn hugans kynni, þótt syrti að og dimmi um stundarskeið. Og ef oss þykir vetrarstyrrinn strangur og strengir hjartans kveða döprum hreim, þá breiðir faðminn broshýr Sólar-vangur og býður sínum Laxdælingum lieim! Og nú skal glaðzt á degi dýrra minna, er draumur vor hinn kærsti hefur rætzt, — en munum öll, að e n n er margt að vinna og efnin mörg, sem lausnar bíða næst! Þótt blási kalt, og Vetur heimti völdin, skal vorsins kraftur styrkja okkar mátt; með hjartað ungt og hreinan, glæstan skjöldinn skal haldið fram — í vors og sólar átt! 3

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.