Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 38

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 38
SKINFAXI 38 Enginn honum gætur gefur. Gamalt fólk í bænum sefur. Út í bláinn horfir hann. — Lítið barn, sem enginn ann. Ömurleikans óró fellur yfir þenna litla svein. Glampi upp af gleymdri minning grefur inn í hjartað mein, yfir barminn ekka sára augun varpa regni tára. Kallar hann í himininn: Pabbi! komdu, pabbi minn! Enginn heyrir. Enginn svarar. Öll er jörðin þyrnum stráð. — Gleymist hinum stóra og sterka stríð af einu barni háð. Árni litli áfram heldur yfir þúfur, flög og keldur. Kallar hann í himininn: Pabbi! komdu, pabbi minn! Þyngist óðum þrautagangan. Þreytan brennir hverja taug'. Þungur sjór af sorg og ekka sveipar um hann heitri laug. Barn að jarðar brjósti þokast. Bláu augun svefni lokast. — Stígur hróp í himininn: Pabbi! Komdu, pabbi minn!

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.