Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 39

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 39
SKINFAXI 39 Sigurður Helgason: Benedikt Blöndal. i. Föstudagsmorguninn 13. janúar i vetur fluttu Reykja- víkurblöðin þau harmatíðindi, að Benedikt Blöndal kennari á Hallormsstað væri látinn. Hann liafði lagt upp frá Reyðarfirði mánudagsmorguninn 9. þessa sama mánaðar áleiðis til Héraðs yfir Þórdals- lieiði, en orðið úti. Blöðin fluttu þessa fregn á sinn venju- lega liátt. Hér var þjóðkunnur maður látinn, maður, sem liafði unnið mikið og golt starf og enn átti eftir allmörg ár til elli. Vinsæll maður og góður. Okkur vin- um lians fundust tíð- indin liörmulegri en orð geta lýst, og okk- ur flestum, sem að austan erum komin og þekktum liann, mun þykja tómlegt að hugsa heim til átthaganna um þessar mundir, og virðist allt vera orðið þar fátæklegra og gleðisnauðara en áður var. Það er eins og höggvinn sé sundur enn einn þátt- urinn, sem tengt Iiefir okkur við æskustöðvarnar, og eitt af þvi, sem dregið hefir lmg okkar til þeirra, sé horfið. Benedikt Blöndal.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.