Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 43

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 43
SKINFAXI 43 Blöndal koni víða við í samkandi við kennslu sína. Flest þau málefni, sem efst voru á baugi og almennt er hugsað um, tók hann til meðferðar á einhvern hátt. Hann liafði ákveðnar slcoðanir og jafnan var hann sjálfum sér samkvæmur í viðhorfum sínum til mál- efnanna, liver sem þau voru. — Eitt þeirra grundvallar- atriða, sem hann miðaði við, var það, að vera frekar en að sýnast, og hann gerði sér mikið far um að skýra gildi þess fyrir okkur nemöndum sínum. Að vera sann- ur, heill og hreinskilinn voru því skapgerðarkostir, sem hann mat mjög mikils. Hann talaði máli fegurð- arinnar og taldi fegurðartilfinninguna einn mikilsverð- asta eðliskost mannssálarinnar. Sjálfur hafði liann mjög þroskaða fegurðartilfinningu. Fegurð náttúrunnar, og sú fegurð, sem hirtist í list málarans eða myndhöggv- arans og ljóði skáldsins, hreif liann auðveldlega. Hann talaði máli skyldurækninnar, atorkunnar og ráð- vendninnar, og ofl benti hann okkur á yfirburði frjáls- lyndis og víðsýnis i öllum greinum. Hann var trúmað- ur og leit svo á, að orsök, upphaf og grundvöllur alls þess, sem hann kallaði „hið dásamlega sköpunarverk“, væri kærleiksríkt afl alverunnar, sem liefði sérstakan lilgang með öllum hlutum, og lokatakmark alls lifs væri þroskunarstig fullkomnunarinnar. Hann henti okk- ur á samræmi allrar hinnar lifandi náttúru, sein eina aðalorsök þessarar lífsskoðunar, og harðist móti þeirri tilgangsleysistilfinningu, sem mörgum, ekki sízt ungum inönnum, hættir til að falla fvrir. IV. Eg var á æskualdri, þegar fundmn okkar Blöndals har saman i fyrsta sinn. Hað var siðasta haustið, sem hann var kennari við alþýðuskólann á Eiðmn. Eg kom þangað til nárns ásamt rösklega 40 öðrum unglingum víðsvegar að. Við vorum flest nálægt tvítugsaldrinum, og þó að við værum ekki kornung, vorum við flest fá-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.