Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1939, Síða 48

Skinfaxi - 01.04.1939, Síða 48
48 SKINFAXI Á aðal framsóknarskeiði Kaupfélags Þingeyinga skip- uðu stjórn þess ásamt Benedikt, þeir Pétur Jónsson á Gautlöndum og Sigurður Jónsson i Yzta-Felli. Hafði það ráðuneyti fullkomið traust liéraðsbúa um iangt skeið. Enda var þá að jafnaði dágotl viðskiptaárferði liér á landi og áfallalaust að kalla, en verð á innlendum vör- um liækkaði jöfnum skrefum frá ári lil árs. Síðustu 20 árin, eða síðan um lok heimsstyrjaldar- BókhlaSan í Húsavík og símstöSvarhúsiS. B. J. bjó lengi í stafnherberginu uppi. innar, vann Benedikt sleitulaust að félagsmálum með jieirri kynslóð, sem nú er miðaldra, og fyrri áratuginn var hann áfram í stjórn kaupfélagsins, eða fram á ní- ræðisaldur. Á þessum árum hafa viðskiptakreppur leik- ið Islendinga grálega, þó að afleiðingar þeirra séu á annan hátt en eftir eldgos og harðindi fyrri alda. Kom þá í ljós, að lýðræðisskipulag það, sem ríkt hafði í Kaupfélagi Þingeyinga um 50 ára skeið, veitti stjórn jiess eigi nægilega öruggt aðhald til jtess að framfylgja árlegum skuldaskilum félagsmanna gagnvart félaginu. Þótt Benedikt væri á annarri skoðun í því efni, en ýms- ir yngri menn í félaginu, vann hann hispurslaust með ])eim lil siðustu stundar að velfarnaði þeirra mála, er

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.