Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1939, Síða 50

Skinfaxi - 01.04.1939, Síða 50
50 SKINFAXI slööva kaupfélagshreyfinguna á byrjunarstigi. Hann neitaði þvi að láta kaupfélagsinenn fá nokkra hjörg' i bú sín einn hafísveturinn, þegar matvöruskorturinn fór að sverfa að þeim, nema að þeir verzluðu eingöngu við sig og Iiællu við félagið. Þá var það, að einn greindur bóndi i liéraðinu, S n o r r i O d d s s o n i Geitafelli, kom að máli við Benedikt með þá tillögu, að félagssstjórnin fengi um- hoðsmann sinn erlendis til þess að senda vetrarskip með vörur lil félagsins. Félagsstjórnin greip tillöguna fegins hendi og sendi vörupöntunina með fyrstu ferð lil útlanda. Þessi tilraun har þann árangur, að Tönnes Watline tókst að sigla skipi sinu gegnum hafísinn inn á Húsavikurhöfn á útmánuðum, með vöruforða til kaupfélagsins. Þá var ös i Húsavík, dagana, sem verið var að flytja vörurnar í land úr skipinu, og fögnuður meðal félagsmanna. Enda gerðu þeir þá það heit, að engum skyldi gefið færi á að granda félagsskaji þeirra. Það áform efndu þeir dyggilega. Benedikt taldi, að þessi tillaga bóndans hefði í fyrstu verið talin fráleit fjarstæða. „En það, að finna aðra eins hugkvæmni og samstöðu lil sjálfbjargar á meðal almennings í félaginu, það gerði okkur í félagsstjórn- inni næstum því almáttuga á þeim árum,“ sagði Bene- dikt. En það var líka annað, sem gaf Benedikt og sam- herjum hans byr í seglin. Eftir þúsund ára þjóðhátíðina 1874 fór vorblærinn eldi um sálir manna í Þingeyjarsýslu og viðar um land- ið, og vakti frelsis- og samvinnuþrá í brjóstum þeirra. Sú þrá hjóst til nýrra átaka og athafna eftir ýmsum leiðum. Má þar t. d. nefna stofnun „Þjóðvinafélagsins“ og síðar „Þjóðliðsins“, sem er ekki rúm til að minnast frekar á hér. En þó má það teljast þýðingarmest, að Kaupfélag Þingeyinga starfaði einnig á öðrum og viðtækari svið-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.