Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1939, Síða 51

Skinfaxi - 01.04.1939, Síða 51
SKINFAXI 51 um en viðskipta- og liagsmunagrundvelli. Jafnframt |jví að færa félagsmönnum verzlunarhagnaðinn, var unnið að því, að veita þeim möguleika til að kynnast stefnum og straumum i bókmenntum og félagslífi ná- grannaþjóðanna. í þeim lilgangi var stofnað félag Ó. S. F. (Ófeigs i Skörðum og félaga). Fyrstu árin keypti það eingöngu erlendar bækur, sem voru sendar milli félagsmanna um sveilirnar, en siðar urðu þessar bækur vísir að Bókasafni Þingeyinga í Húsavik. Benedikt var frá uppliafi aðalforystumaður og fram- kvæmdastjóri i þessum félagsskap. Hann annaðist að mestu leyti innkaup á bókunum og sá um útsendingu þeirra um héraðið. Eftir að hann fluttist til Húsavikur, var hann, til síðustu stundar, bókavörður í Bókasafni Þingeyinga. Enda mun hann hafa talið það annað fóst- urbarn sitt. Hitt var Kaupfélagið. Það var nýstárlegt og heitlandi fyrir unga fótkið að koma í Bókasafnið til Benedikts. Þar liélt hann marga fyrirlestra í viðræðuformi, um innlendar og erlendar fkáldmenntir, félagsmálastefnur og stjórnmál. Hann kunni full skil á efni nálega allra bóka i safninu. Lengst af hélt hann þeirri reglu, að lesa hverja bók, áður en þær voru sendar til útlána úr safninu. Enda valdi hann sjálfur bækur til lestrar handa flestum viðskiptamönn- um bókasafnsins, og við þeirar liæfi, hvers fyrir sig. Benedikt liafði því að noklcru leyti niámsflokka eða leshringa í sambandi við Bókasafnið víðsvegar um bér- aðið. Venjulega lét hann fylgja bókunum margvíslegar skýringar frá sjálfum sér, einkum fræðiritum um fé- lagsmál og liagfræðileg efni. Þá merkti hann með blý- antsstrikum á spássíurnar eða undir línur i lesmáli bók- anna, í þeim tilgangi að benda lesöndum á aðalefnis- þráð þeirra og úrlausnir. Sá maður mun vera vand- fundinn, sem getur jafnazt á við Benedikt í þeirri list, að kenna fólki að lesa góðar bækur. 4*

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.