Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 53

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 53
SKINFAXI 53 arrar viðtækrar félagsstarfsemi „austan fjalls“, í Árnes- og Rangárvallasýslum. Það er Þjórsártún. Héraðssambandið Skar])héðinn liafði heimili sitt og aðalstöðvar starfsemi sinnar i Þjórsártúni, öll þau ár, sem eg átti þátt i starfsemi þess, og svo var bæði fyrr og síðar. Þar voru béraðsþingin lialdin á vetrum, en hér- aðsmót á sumrum. Þar voru námskeið haldin, ráðslefn- ur og stjórnarfundir, og þar var unnið að íþróttavelli og sundlaug. Við, sem koinum þarna vegna starfsemi Ungmennafélaganna, eigum þar mörg hugtök og hand- lök, fáein vonbrigði, en ótal margar gleðistundir - þýðingarmiklar hrifningarstundir, sem borið hafa á- vexti og leitl lil góðra hluta. Vafalaust hafa foringjar og starfsmenn annarra félagssamtaka „austan fjalls“ sömu sögu að segja um Þjórsártún. Héraðsþing „Skarphéðins“ að Þjórsártúni hljóta að eiga djúp spor í minningum okkar, sem sóttum þau að staðaldri. Áhugi var slíkur og eldmóður á þeim sam- komum, að okkur lilýtur að liitna um hjartarætur, er við minnumst Jieirra eftir mörg ár. Eg liefi livergi kynnzt öðrum eins þroska i meðferð mála, þvilíkri ósíngirni og slikum vilja til að'fylgja þvi einu, sem bezt reynist, og leila góðs í hverjum málstað, sem með- al ungmennafélaga — ekki sizt á Skarphéðinsþingum. Menn unnu þar af hrifningu og kappi. En þegar á milli varð, t. d. við máltíðir, giáfu menn gleði sinni lausan taum við léttar gamansögur og fjörugan söng. Staðurinn Þjórsártún hefir án efa átt sinn þátt í þeim ágæta blæ, sem var og er á þingum „Skarphéðins“. Þar eru svo mikil húsakynni, að vel rúmt var um öll störf ])inganna. Þingfundir, nefndastörf, borðhald, hvíld. leikir — fyrir allt var yfrið rúm. Meira hcld eg þó að vegið hafi sá bragur, sem heimilið fær „af þvi að hjón- in eru þar öðrum og sér til glaðværðar.“ Á Þjórsártúni, þessum gestkvæma gististað í þjóðbrautinni, tók hús- frevjan á móti fulltrúum Ungmennafélaganna eins og

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.