Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1939, Síða 63

Skinfaxi - 01.04.1939, Síða 63
SKINFAXI 63 iii nenia burt fjárliagsöröugleikana, sem nú liamla ferðalögum æskumanna. Eg veit, að margir segja, að þeir hafi ekki tíma til þess að ferðast fótgangandi um landið, eða jafnvel á hestum eða lijólhestum. Mikill fjöldi ungra manna og kvenna sækir nú skól- ana um land allt og dvelur þar vetrarlangt. Hvers vegna skyldi ekki Iiver ungur maður og ung kona þá geta tekið sig upp öðru hvoru, þó ekki væri nema annað livert ár, méðan þau eru ung, svo sem viku eða hálfsmánaðar tima lil þess að sækja í skaut náttúrunnar það, sem ekki verður sótt í neinn skóla eða hók: andleg og líkamleg hreysti. Eg var i sumar fyrripartinn uppi í öræfum, en seinni niðri í byggð. Þar sem eg dvaldi síðast, var sundlaug rétt hjá. Þennan eina sunnudag, sem eg var þar, safn- aðisl fjöldi ungs fólks saman þar, nokkrir syntu og aðrir horfðu á. Að þessu loknu var svo farið lieim á næsta hæ og dansað á túninum fram eftir kvöldinu. Að vísu minnist eg jiessa dags og kvökls sem eins með þvi skemmtilegra, sem eg hefi tekið þált í, en betur hefði eg getað hugsað mér þennan hóp hverfa hurt að laug- ardagskvöldinu eilthvað inn í óhyggðir, þangað sem hugann lysti, rétt eins og fuglinn fljúgandi — farfugl- arnir burt af heimahögunum, af slóðum vanans, inn í hina hrikalegu islenzku fjallanáltúru. Eg hefði getað hugsað mér kvöldvöku í einhverju yfirlætislitlu sæluhúsi langt inni í öræfum, þar sem félagar úr fjarlægri sveil e. t. v. hefðu komið til móts við okkur, og svo sunnudeginum eytt í skoðun um- hverfisins sameiginlega, þar til tími væri kominn lil að halda heim. Eg vona og eg veit, að það munu verða Farfuglafé- lögin, sem heina leiðum islenzkrar æsku inn á þessar nýju brautir, út af leiðum vanans, venju og takmark- ana, sem utanaðkomandi áhrif liafa skapað. Það sýnir hezt, hverjar undirtektir hrevfing þessi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.