Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 74

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 74
SKINFAXI ki'nnara á vegum sínum, og áttu öll sambandsfélögin kost á h'onum. Þá er kunnugt hið myndarlega átak sambandsins fyrir útrýmingu ölæðis af samkomum þess í héraðinu. Er það Iofsverð fyrirmynd. Stjórn U.M.S.B. skipa Halldór Sig- urðsson, Borgarnesi, formaður, tíestur Kristjánsson, Hreða- vatni, ritari, og Ásmundur Jónsson, Deildartungu, gjaldkeri. Magnús Jónsson Skógi: Strengjum fögur heit. Nú er kátt um ból og byggð. Bezt cr a.llt um jólin! Við frónska hætti höldum tryggð, helztu vaxtarskjólin. Viðlag: Stígum á stokk og strengjum fögur heit. Vinnum allt til velferðar vorri þjóð og sveit. Þegar dagsins strit og störf stund til hvíldar veita, skulum vér af skemmtiþörf skjótast saman leita. Gleðjumst þá sem gleðjast ber: Gleðjumst öll af hjarta. Þar sem sannleiksþroski er, þarf ei margs að kvarta. En lífið meira en leikur er, lífs er krókótt ganga. Ein ogsaman eigum vér andans hnoss að fanga. Meðan vetur yfir er, úti kuldinn næðir, yls því fremur afla bcr, andans magn sem glæðir.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.