Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 78

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 78
78 SKINFAXI U m S v í þ j ó ð o g S v í a. Eftir Gustaf Adolf krón- prins. Rvik 1939. Líklega bera íslendingar fyrir engri þjóð slika virðingu seni Svíum, og er það að vonum, þar sem þeir eru einhver tigulegasta menningarþjóð Evrópu. Og engin þjóð hefir sýnt okkur jafn-óblandaða vináttu sem þeir. Er því gleðiefni, að fá jafn-prýðilegt yfirlitsrit um land og þjóð og það, sem að oí'an er nefnt. Að öllum frágangi er það svo vel gert, sem hér er kostur á. Ivrónprins Svía kann allra manna bezt að segja frá landi sínu og þjóð, enda er furða, hve glöggu yfirliti hann kemur fyrir i svo stúttu máli (22 bls.). Auk ritgerðar- innar eru í bókinni 5(5 ágætar og vel valdar heilsíðumyndir af sænsku landslagi og þjóðlifi. Frú Estrid Falberg Brekk- an hefir þýtt bókina og gefið hana út. Er það einn liður í merkilegu starfi liennar að aukinni kynningu Svía og ír,- lendinga. Umf. hafa látið í ljós áluiga á aukinni kynnin’gu Norður- landaþjóðanna. Nú ættu þau að nota tækifærið og útbreiða þessa glæsilegu, litlu bók, og þá þekkingu, sem hún flytur. Frú Brekkan hefir sýnt U.M.F.Í. þá vinsemd, að bjóða ])ví hókina ineð 25% afslætti, handa bókasöfnum félaganna og félagsmönnum. Þeir, sem vilja sæta þessu kostaboði, geta sent Sambandsstjórn U.M.F.I. kr. 2.50 í póstávísun og skrifað „Fyr- ir bókina Um Svíþjóð og Svía“ aftan á afklippinginn. Fá ]>eir ]>á hókina senda kostnaðarlaust. Vaka. Tímarit um þjóðfélags- og menningarmál, gef- ið út að tilhlutun Vökumanna. Ritstjóri: Valdimar Jóhannsson. Þetta nýja tímarit er vel og smekklega prentað, á góðan pappír. í ]>ví eru áróðursgreinar eftir nokkra stjórnmálamenn, og svo ýmiskonar samtíningur til uppfyllingar. Litið her þar á áhuga og eldmóði æskunnar, enda mun hún lítið frum- kvæði eiga í félagsskap þeim, sem gefur ritið út. Einkenni- legt er ]>að, að rislægsta greinin, sem enn hefir birzt í rit- inu, er um „stefnu Vökumanna“, eftir „forseta Vökumanna íslands". Vafalaust kunna ungmennafélagar austan fjalls að meta þessa glefsu úr forystugrein í 2. hefti ritsins: „,...Vin og tóbak er útlægt úr skólanum á Laugarvatni, og hin óbeinu áhrif eru nú að verða sýnileg um héraðið. Hugsum okkur slað, þar sem ekki er siðlegt sterkt aðhald, hversu mikið mundi hafa verið drukkið reykl, og látið svarl með munn-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.