Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1940, Page 1

Skinfaxi - 01.11.1940, Page 1
Skinfaxi II. 1940. Aðalsteinn Sigmundsson: Vér mótmælum allir! i. Um þúsund ára skeið liaí’a íslendingar búið á íslandi. b'orfeður þeirra komu hér að óbyggðu iandi, námu það friðsamlega og byggðu, stofnuðu hér menningarríki og unnu menningarafrek, sem sanna tilverurétt þeirra sem þjóðar meðal þjóða. Afkomendur forfeðranna, íslend- ingar liðinna alda og nútíðar, liafa nytjað land þetta og lifað við kost þess, blíðan stundum, en oftar harðan. Landið er helgað störfum þeirra i þúsund ár, vígt ást þeirra, vonum og vilja, gleði þeirra og harmi, sælu og sárum raunum, sigrum og ósigrum lífi og dauða kynslóðanna. Það er íslenzkri þjóð land Iielgra minn- inga, en umfram allt land vona og fyrirheita — lienni og engum öðrum. Það er hennar land, sem hún hefir fná engum tekið og á ein og alein rétt á og tilka.ll tii. Island er land lslendinga. Þeir lifa i landi sínu sjálfbjarga og alls óreitnir um annarra hag, en krefjast þess í krafti allrar mannlegrar réttlætis- lcenndar, að aðrir láli þá einnig óáreitta. Á þúsund ára æfi íslenzkrar þjóðar hefir hún myndað sér íslenzka menningu, íslenzlca hugsun og íslenzka lífs- skoðun. Menning sú er að vísu ekki rishá né áburðar- mikil hið vtra, en hún er gróin með þjóðinni og eign hennar allrar, jafnt í koti og liöll. Og hún hefir reynzt drjúg og staðgóð, þar sem landinn liefir komið fram „með alþjóð fvrir keppinaut“. Sú staðreynd sannar ótvírætt réttmæti kröfunnar um það, að Islendingar 6

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.