Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1940, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.11.1940, Qupperneq 4
84 SIÍINFAXI átt og viljum eiga við þær vinsamleg viðskipti. Vér unn- um þeim allrar gæfu og óskum engri þeirra ófarnaðar. Samkvæmt yfirlýsingum vorum, innræti voru og öllu eðli erum vér algerlega hlutlausir um gang styrjaldar- innar, eigi aðeins í verki, heldur og í orði og hugsun. Sem þjóð erum vér til þess alls ófáanlegir, að veita öðrum aðila, en halla á hinn. Samúð einstakra manna hnígur auðvitað silt á hvað, og er það einkamál þeirra og vítalaust, meðan þeir fremja engar þær athafnir, er þjóðinni má stafa vandi af. En þessi er aðslaða þjóð- arheildarinnar. Hitt er annað mál, að einræðisslefna Þjóðverja og ftala er ekki að íslenzku þjóðarskapi. En oss kemur ekki við, hvernig þeir skipa einkamálum sín- um heima fyrir, - fremur en þeim eða öðrum þjóðum lcemur við, livernig vér skipum vorum málum. í byrjun styrjaldarinnar vonuðum vér og treystum 'því, að vér fengjum slaðið algerlega utan hildarleiks- ins, svo sem vér gerðum kröfu til og eigum allan rélt á. Vér töldum það fullkomið níðingsverk, að heita vopna- valdi og bolmagni til þess að draga land vort og oss, saklausa, vopnlausa, varnarlausa og alls nauðuga, inn í hringiðu þeirra ógna, sem nú þjá liálfan lieim. Vér trúð- um því ekki að óreyndu, að nein þjóð liefði þá lítil- mennsku til að hera, að geta ráðizt vopnuð að varnar- lausuni smælingja. En oss hefir ekki orðið að trú vorri. Þjóð, sem vér mátum mikils og treysum til góðs -— sú þjóð, sem segist berjast fyrir lýðræði og rétti smáþjóða, liefir framið hermdarverkið á oss, traðkað lýðræði voru og rétti vorum. Land vort er hernumið og þjóð vor kúguð til að búa við hernám og i sambýli við innrásar- her. Og vér erum sviknir með kossi. Hernámið er framið undir yfirskini vinátlu og verndar, þrátt fyrir mótmæli stjórnar vorrar. Ekkert liggur fyrir um það, að slíkrar „verndar“ liafi verið liin minnsta þörf vor vegna. Enda íeljum vér Þjóðverja og Brela eiga jafnmikinn — eða öllu heldur j a f n-e n g a n — rétt á að koma hér i hern-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.