Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.11.1940, Blaðsíða 28
108 SKIXFAXI Hallgr. Jónsson, frá Ljárskógum: Manstu.,.. ? i. Minningarnar þjóta um hug- ann. Þær þyrlast í hvirfingu um íylgsni hugarheimanna, hlæjandi, leikandi léttar, ögr- andi og ákafar, léttstígar og hvíslandi, heilnæmar, hress- andi, meS djörfum svip áleit- innar æsku. Þær rugla alt heilabúiö, tæta sundur allt sam- hengi og vefjast hver um aöra í mjúkri, svifléttri hreyfingu og svo skjótar í förum, aö hönd og penni fálma næstum örvona viS aö hemja þær og handsama til tjóSurs á pappírnum. — En er þá ekki tilgangslaust aö sitja meö sveittan og úlfgráan skallann, viö aö reyna að beizla þessar vinsælu ótemjur ungmennafélagans ? Manstu. .. . ! Viö þetta eina orö er sem hljómi marg- raddaður söngur, — söngur sólbjartra vona, söngur djarfra en hyllingakenndra hugsjóna, söngur vorsins í víöfeðmum skilningi þess, s'öngur morgunsins, er sólin ljómar um dagg- skreyttan blómsturvöll, í einu oröi: söngur æskunnar, þeg- ar nýtt líf, nýr sjónhringur, nýjar órættar vonir, nýtt starf, nýr og bjartur en ókunnur heimur o])nast ungum og síþyrst- um sjónum Vormannsins. Er ekki gott aö geta látiö hugann reika og lilusta — hlusta á heilaga óma táknrænnar þagnar, sem talar frá minningaheimi liöinna ára og atvika, einmitt nú, þegar tíminn hefir máö gamla brodda, — sem auðvitað voru einn- ig til, — þegar birtan er oröin svo heiö, aö skuggarnir fölna, vonbrigöin gleymast — og glötuðu tækifærin gera lítiö annað en rétt aðeins minna á forna tilveru? Manstu .... ! Manstu gamlar, gengnar slóöir, sem aldrei íennir yfir, þrátt íyrir moldviðri hversdagslífsins? Þær eru Hallgr. Jónsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.