Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1940, Qupperneq 34

Skinfaxi - 01.11.1940, Qupperneq 34
n i SKINFAXI þaÖ kalla ég ofstæki, er menn halaa sig betri og meiri en aöra, einungis vegna þess, að þeir hafa einhverja sérstaka skoöun eöa trú eða tilheyra vissum mannflokki. Slíkt of- stæki stendur mönnum fyrir þrifum og þroska. Hitt er ekki ofstæki, þó aö við séum trú því, sem vísirid- in hafa sannaö og allir vita, að nautn áfengis og tóbaks er manriinum skaðleg, og því látum við félög okkar taka af- stööu gegn þessum eiturnautnum. Viö förum ekki i neinn mannjöfnuö viö þá góöu menn, sem neyta áfengis og tóhaks, að öðru leyti en því, að við vitum það, að við bindindis- menn erum ekki sýkilljerar þessara skæðu pesta. Við meg- um ekki til þess hugsa, að æskulýðsfélögin, sem við hyllum og vinnum fyrir, verði úthreiðslustöðvar þeirra. Unga fólk- inu er það svo mikils virði, að því verði hjálpað til að velja rétt líka á þessu sviði, að félögin okkar mega á engan hátt glepja það. Einungis með því, að stuðla að hamingju fólks- ins, vinna félögin sér tilverurétt og heztu manna hylli. Fallnir stofnar. Björn Þorsteinsson frá Óseyri. Fæddur 22. maí 1916, en lézt 16. júlí 1939. Það var sumar og sól í hug og hjarta, er ég frétti lát Björns frá Óseyri. Þá varð dimmt og kalt. Og var það ekki að vonum? Hann var horfinn út i móð- una miklu á miðjum þroskaaklri, þessi hugljúfi, ungi sveit- ungi minn, með sólskinsbrosið og hjarta, hreina augna- ráðið; þessi kjarkgóði og þróttmikli unglingur, sem var svo líklegur til starfs og dáða. Allar vonirnar, sem ástvin- ir hans höfðu við hann tengt, voru i einu vetfangi að engu orðnar.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.