Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1946, Side 4

Skinfaxi - 01.11.1946, Side 4
56 SKINFAXI lik og aðstæður. íslenzkir ungmennafélagar eiga að leggja stund á nýnorsku, sem nú ryður sér æ meira til rúms i Noregi. Þeir eiga að kaupa norsk ungmenna- félagsrit og blöð og auðga þannig andann og efla starf- semina. Til þess að marka stefnuna í þessu efni hefur stjórn U. M. F. I. i hyggju, samkvæmt samþykkt síðasta sam- bandsþings, að stofna lil hópferðar íslenzkra ungmenna- félaga til Noregs næsta vor. Undirbúningur er að hefj- ast og mun ungmennafélögum verða skýrt frá honum nánar við fyrstu hentugleika. Þegar þessar línur eru ritaðar standa yfir mikil á- tök um frelsismál íslenzku þjóðarinnar, og munu þau mál verða að nokkru ráðin, er Skinfaxi berst lesendum sinum. Þjóðfrelsið er hjartans mál ungmennafélaganna. Þau munu marka stefnuna skýrt sem fyrr og án þess að skoða livað flokkum og einstaklingum kemur bezt. Við ungmennafélagar viljum ekki selja landið okkar, bvorki fyrir vinfengi né fé, og ekki þótt stórveldi eigi í hlut og bjóði slíkt. Og við munum þora að standa við þessa stefnu okk- ar, jafnvel þótt þjóðin vildi fara varlega og kaupa sér sátt við erlent ofríki. Norskir ungmennafélagar sögðu, er óvænlega liorfði fyrir þeim: „Það er lieti'a, að fáir rói í rétta átt en margir í ranga“. Við ungmennafélagar mótmælum, að íslenzk stjórn- arvöld Ijái einn þumlung lands undir útlenda umsjá og yfirráð. Við mótmæltum dvöl útlends hers á íslandi á þingi okkar í vor, og sú er stefna okkar enn og mun alltaf verða. íslandi alll!

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.