Skinfaxi - 01.11.1946, Qupperneq 22
74
SKINFAXI
líka aö hugsa um manninn og það, hvernig hver ein-
stakur fái mestan áhuga og næmastan skilning á starfi
sinu,
Ég álít, að stefna verði að því, að a. m. k. tvær fjöl-
skyldur búi svo þétt, að verkaskiptingu verði við kom-
ið þeirra á milli, bæði á eðlilegum frídögum til hress-
ingar og upplyftingar og eins þegar veikindaforföll og
og annað liliðstætt ber að höndum.
Ég ætla ekki hér að byrja deilur um form þess bú-
skapar. En ég minni þó á það, að víða hér á landi er
þetta framkvæmt að meira eða minna leyti, á þann
hátt, að tvær, þrjár eða jafnvel fjórar fjölskyldur búa
þar sem áður var ein jörð. Svo skal ég aðeins geta þess,
að austur í Rússaveldi hurfu kommúnistar mjög frá
því að reka sinn landbúnað í „kommúnunum“ svoköll-
uðu, sem Lenin og félaga dreymdi mjög um, en það
voru sameignarbú, þar sem yfirleitt allur eignarréttur
var sameiginlegur. í þess stað voru tekin upp samyrkju-
bú, þar sem liver fjölskylda hjó sér og átti sjálf mat-
jurtagarð og alifugla, þó að akuryrkjan væri slunduð
i félagi. Og' sjálfur félagi Jósep Stalin lýsti því opinber-
lega yfir í ræðu á flokksþingi kommúnista í Rússlandi
árið 1934, að það væri „blátt áfram glæpsamlegt að
ætla sér að flýta óeðlilega fyrir þvi að „komúnurnar“
kæmu.“
En þetta er kannske afkrókur frá efninu. Sveitafólk-
ið verður að finna búskap sínum að nokkru leyti nýtt
form á næstu árum. Það verður að reka liann þannig,
að hver fjölskylda sé sjálfstæður atvinnurekandi, en þó
sé um samvinnu og verkaskiplingu að ræða. Á þeim
grundvelli verður sveitafólkið allt ein stétt.
Ég trúi því, að bændastétt íslands leysi þessa þraut.
Ilún hefur komið verzlunarmálum sínum á það stig,
að yfirleitt er gagnkvæmur trúnaður milli bænda og
þeirra, sem vinna að sölu afurða og útvegun nauðsynja
fyrir þá, og er það ómetanlegt. Stéttin er því þroskuð