Skinfaxi - 01.11.1946, Page 30
82
SKINFAXI
Kveðja lil V.M.F.1.
ddrá próp. dr. l^ichard ÍddecL.
(Úr bréfi frá 28. júní 1946).
Kæru félagsskystkini!
Fyrstu orð mín að þessu sinni verða eðlilega: „Hjart-
ans þökk fyrir síðast!“
Já, innilegustu þakkir fyrir liinar hlýju og ágætu við-
tökur, sem ég átti að fagna af ykkar hálfu viðsvegar
heima á ættjörðinni — á Hvítárbökkum í Borgarfirði, í
átthögum minum á Austurlandi, að Núpi í Dýrafirði
og á Álfaskeiði í Hreppum — í ógleymanlegri heimsókn
minni sumarið sigur- og söguríka 1944. Minningarnar
úr þeirri heimför til „gamla landsins góðra erfða“ hita
mér um hjartarætur til daganna enda, eru mér andleg
yngingarlind og uppspretta orku til nýrra og stærri
dáða.
Og nú á 40 ára afmæli ungmennafélagshreyfingar-
innar minnisl ég þakklátlega þeirrar skuldar, sem ég
stend í við þann merka og áhrifaríka félagsskap. Á ung-
hngsárum mínum heima á Austfjörðum las ég Skin-
faxa árum saman, og glæddi hann mér í brjósti, sem
fjölmörgum öðrum æskumönnum þeirrar kynslóðar,
heitari og djúpstæðari ást á ættjörð minni, íslenzkri
tungu og öðrum menningarerfðum, hugsjónaást og
framsóknaranda. Um nokkurt skeið var ég einnig fé-
lagi í Ungmennafélagi Akureyrar, og á þaðan hugljúf-
ar endurminningar. Ég reikna mér það einnig til
sæmdarauka að mega telja í hópi góðvina minna marga
þá menn, sem bæði hafa verið leiðtogar innan ung-
mennafélagsskaparins og á sviðum ýmsra þjóðmála og
menningarmála.
Hitt tel ég þó mikilvægast og er þakklátur fyrir, að