Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 38

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 38
90 SKINFAXI liliða liátíðahöldunum, en það er: Aðalfundur „Norges Ungdomslag" og ársmót vikivakaflokkanna, sem starfa innan ungmennafélaganna, en þó sjálfstætt að miklu leyti. Málefni þau, sem norsku ungmennafélögin liafa á stefnuskrá sinni, eru mörg hin sömu og ungmenna- félögin hjá okkur, t. d.: Bindindismál, skógrækt, hér- aðsskólamál o. fl. Hins vegar eru sum mál þar efsl á baugi, er minna gætir hér. — Barátta fyrir útbreiðslu og viðhaldi nýnorskunnar er t. d. eitt af aðaláliuga- málum þeirra. Annars var við ýmis mál að fást af völdum stríðsins. — Ársskýrsla fyrir árin 1942—1945 var lögð fram á fundinum. Ráðuneyti Quislings gaf árið 1942 út ný lög fyrir „Norges Ungdomslag“. Lögin voru samin eftir ein- ræðisreglum, og var stjórn sambandsins bannað að starfa, og henni vikið frá. Þetta liafði þau áhrif, að meðlimir sögðu sig úr félögunum, og fækkaði með- limum úr 70,000 1942 niður í 500 í árslok 1944. Skiljanlega var samvinna öll í molum fyrst i stað, eftir að stríðinu lauk, en nú færist félagsstarfsemin óðum í eðlilegt liorf. Nefnd hafði verið kosin til þess að athuga mögu- leikana fyrir því, að reisa unglingaskóla, sem veitti æskulýðsleiðtogum nauðsynlega uppfræðslu. Til bráðabirgða liafði verið samið við unglingaskólann í Voss urn að annast þetta hlutverk næstu fimm ár. Þörfin fyrir fleiri leiðsögumenn er sérstaklega brýn einmitt nú, þar sem slitnað hefur þráðurinn milli fé- laganna, en áhuginn fyrir ungmennafélagsskapnum aftur á móti aldrei jafnmikill og nú. Stafar þetta af því, að ekki hefur mönnum áður verið jafn lióst og nú, að stríðinu loknu, live dýrmætur og sterkur múr ungmennafél. eru i þjóðarbyggiiigunni. t ráði er að semia handbók fyrir U.M.F., og er þegar liafinn undirbúningur.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.