Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 42

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 42
94 SKINFAXI Það rættist vel úr með veðrið, eftir liádegi tiætti aa rigna og gerði blíðu veður, öllum til óblandinnar ánægju. Um kvöldið voru þjóðdansarnir sýndir i stóru liringmynduðu rjóðri í skóginum. Fyrst dönsuðu Sví- ar, svo Danir og var livorttveggja mjög skemmti- legt á að horfa. Siðasl dansaði stór liópur Norð- manna. Það var frjálslegur liópur ungra manna og kvenna, og búningarnir litskrúðugir, þvi allir voru í þjóðbúningum. Dansarnir voru bæði fjörugir og fallegir, dans- aðir af lífi og sál. Hinir grönnu tónar fiðlunnar áttu mjög vel við bin gömlu lög, sem spiluð voru. Gleði- legt var að sjá norska fólkið svo frjálst og glatt aft- ur, laust við okið, sem á þvi hafði livilt undanfarin striðsár. Lengi hefði verið liægt að horfa á hina ævinlýra- legu dansa, sem minntu mann á brúðkaup til forna, eða álfadansa. Kl. 10 að kvöldi var samkomunni slitið og lagt af stað til Þrándheims. — Rétt fvrir kl. 1 þessa nótt kvöddum við kunningja og vini með söknuði, og lögðum leið okkar suður eftir Noregi í húmi næturinnar, þakklát og ánægð eftir góðar sam- verustundir. Óskuðum við Norðmönnum, frændum okkar, góðs gengis og frama á komandi tímum og um alla framtíð. Haukur Jörundsson. Verð Skinfaxa. Þar sem kaupendatala Skinfaxa er enn minni og skilvisin lakari en við mætti búast, hefur sú ákvörðun verið tekin af sambandsþingi, að hækka verðið í kr. 10.00 árganginn. Er þess jafnframt vænzt, að með þessu verði fjárráðin það góð, að unnt verði fljótlega að stækka ritið og bæta á ýmsan hátt. Er það von útgefanda, að þessu verði vel tekið. Ung- mennafélagar! Greiðið Skinfaxa strax til innheimtumannsins í ungtnennafélaginu ykkar. Verðið er kr. 10.00 fyrir árið 1946.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.